is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33736

Titill: 
  • Móðursjúk myndlist
  • Geðveika konan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessarri ritgerð skoða ég tenginguna á milli þess að vera með geðrænan sjúkdóm og þörfinni til þess að skapa. Geðræn veðurbrigði einstaklinga eru mér afar hugleikin því hvað væri nokkur maður í raun án þeirra. Þegar ég var mjög ung greindist ég með kvíða og frá því ég man eftir mér hef ég skrifað og teiknað og haft listræna þörf fyrir að tjá líðan mína á þann háttinn. Því skyldi ekki koma á óvart að verk mín í listaháskólanum hafa nánast öll tengst líðan og list. Það er mér sérlega hugleikið hvort tengsl séu á milli geðrænna raskana og listamanna og þörf þeirra til að tjá sig á skapandi máta. Ásamt þessum hugmyndum hafa feminísk áhrif fengið að njóta sín í verkunum mínum, ég aðhyllist aðrar konur sem eru í listheiminum, þar á meðal Cindy Sherman, Sophie Calle og Pipilotti Rist. Ég velti mér oft upp úr málefnum sem snerta konur út um allan heim, málefnum líkt og fóstureyðingar og fæðingarþunglyndi. Þessu erfiðu málefni vekja upp tilfinningar sem leiða úr læðingi drifkraft til þess að skapa verk. Þannig er ég drifin áfram af tilfinningum. Ég fjalla stuttlega um listmeðferð og íhuga hvort ég sé ekki bara að reyna að lækna sjálfa mig með því að búa til list.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valey_ritgerd_greinargerd.pdf6.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna