is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33737

Titill: 
  • Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt : bréfaskriftir um fegurð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefnið er eigindleg listrannsókn þar sem spurt er: Hvað gerist þegar tvær manneskjur byrja að skrifast á um fegurð og önnur blind en hinn ekki? Rannsóknin leitast við að greina hvernig blindir og þeir sem sjá, skynja fegurð út frá mismunandi nálgunum eigin skynfæra. Þátttakendur eru fimm listamenn af báðum kynjum á aldrinum 17 til 73 ára. Einn af þeim gegnir lykilhlutverki. Það er kona sem er fædd blind og hefur skrifast á við alla aðra sem taka þátt í rannsókninni. Vegna þess hve mikil áhersla er á hið sjónræna í daglegu lífi fólks, er áhugavert að skoða það nánar eins og gert er í þessari rannsókn. Rannsóknin er spegluð í verkum myndlistarmanna, skálda og eigindlegri rannsókn, þar sem gögnin voru sendibréf. Við greiningu á gögnum í þessari rannsókn var notuð grunduð kenning og textar þátttakenda voru þemagreindir, en með því móti var hægt að sjá hvaða hugmyndir um fegurð komu endurtekið fram í rannsókninni. Bréfaskriftir eru sjaldgæf gagnasöfnun í eigindlegum rannsóknum. Þessi leið hentaði þó rannsókninni vel, þar sem þátttakendur þekktust ekki og þeir skrifuðu undir nafnleynd. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ákveðna hugmynd um það hvernig fimm listrænir einstaklingar tjá sig í rituðu máli um fegurð og það er ekki svo mikill munur á þótt einn þeirra sé blindur. Flestum fannst flókið að útskýra hvað væri fegurð í þeirra huga þó allir hefðu svör við því hvað væri fegurð. Því fylgdi frelsi að skrifast á undir nafnleynd. Bréfritarar deildu trúnaðarmálum og leyndarmálum og þeir vissu að þeir myndu aldrei hitta eða vita við hvern þeir hefðu skrifast á við. Í lok ritgerðarinnar er rætt um hversu fáir grunnskólar á Íslandi kenna heimspeki og ræddar eru leiðir til að nálgast viðfangsefnið.

  • Útdráttur er á ensku

    This MA thesis is a qualitative artistic research based on the research question: What happens when two individuals correspond about beauty and one of them is blind but the other is not? This research attempts to analyze how blind and sighted people perceive beauty and the role of the diverse senses in their perception. The participants are five artists between the age of 17 and 73 years old. One of them plays the main role. It is a woman born blind who corresponds separately with each of the other four participants in the research. In daily life, focus on the visual aspects is strong and looking deeper into this aspect is one of the main objectives of this research. The research is mirrored in the works of visual artists, poets and a qualitative research where the main data was collected by using correspondence. Grounded theory was used to analyze the data in this research by using thematic analysis. By doing that, similar ideas appeared. Using correspondence as data is unusual in qualitative research but it was useful in this research since the participants did not know each other and they remained anonymous. The findings of the research show how five artistic individuals perceive beauty and the outcome shows that the difference was not significant. Explaining what beauty is, proved to be difficult for the participants, even though everyone had an answer for it. Remaining anonymous through the correspondence gave the participants freedom. Some shared confidential issues or secrets that they would not have shared otherwise. The participants knew all along that they would not meet the other person or know who he or she is. Very few grade schools in Iceland touch upon philosophy where discussion on phenomenal subjects or objects are brought about. Ways to approach the topic are discussed.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_lokautgafa.pdf5.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna