Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33738
Í meistaraverkefni þessu var fókuspunkturinn vinnusmiðja sem var ætluð 4-5 ára börnum og mæðrum þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. Um er að ræða starfendarannsókn þar sem ég rannsakaði það hvernig ég, sem listgreinakennari, gæti skapað viðkvæmum nemendum gott námsumhverfi. Ég byggði á hugmyndum um nám sem félagslegt fyrirbæri, áherslu á menntun tilfinninganna, umhyggjusiðfræði í námi og listkennsluna sem slíkan vettvang.
Vinnusmiðjan var samstarf Myndlistaskólans í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og Art Equal og stóð yfir sex laugardaga í röð, tvær klukkustundir í senn. Hugmyndin var að skapa aðstæður þar sem mæður og börn þeirra ættu gæðastundir saman og í félagsskap annarra í svipaðri stöðu, en staðreyndin er sú að konur af erlendum uppruna á Íslandi eru hópur sem er líklegur til þess að einangrast, og þá sérstaklega konur með ung börn. Markmið mitt var að stuðla að aukinni tengslamyndun og samtali í gegnum myndræna miðla þvert á tungumál. Nemendur fengju tækifæri til að upplifa myndlistina sem heilandi ferli sem jafnframt geti stuðlað að tilfinningalegri útrás.
Í verkefnavali mínu hafði ég það að leiðarljósi að stuðla að aukinni félagslegri hæfni og styrkingu sjálfsmyndar nemenda með því að stuðla að samtali um liti og tilfinningar í gegnum einföld verkefni í formi myndsköpunar, tjáningar og öndunaræfinga. Þá lærðu nemendur jafnframt nokkur orð og einfaldar setningar á íslensku í gegnum verkefnin auk þess að fá tækifæri til að miðla einföldum upplýsingum um eigið tungumál. Upplifun mín var að vel hefði tekist til. Umgjörð, verkefna- og efnisval auk jákvæðra samskipta sem einkenndust af nærgætni hafi stuðlað að öryggi og byggt upp traust, sem ég tel að sé grundvallarþáttur í uppbyggingu góðs námsumhverfis fyrir viðkvæma nemendur.
The focal point of this master’s thesis is a workshop, intended for a group of asylum seekers consisting of children, age 4 to 5, and their mothers. I did an action-research on how I as an art teacher could create an ideal educational environment for groups of vulnerable students as well as how art education could be a platform for social learning, education of the emotions and ethics of care.
The workshop was a collaboration of the Reykjavík School of Visual Arts, Reykjavík City and the Art Equal project. It lasted for six consecutive Saturdays, two hours at a time. The idea was to create surroundings where mothers and their children could share quality time together in the company of others in a similar position. Women of foreign origin in Iceland are in a risk of social isolation, especially women with young children. My aim was to strengthen the bond between mother and child and enable relations and conversation within the group through the visual medium transcending language barriers. The students got an opportunity to experience art-making as a healing process which allows for emotional expression.
I wanted to increase student’s social competence and sense of identity by getting them to engage in conversation on colors and emotions through simple art projects, physical expression and breathing exercises. Through these exercises the students learned some Icelandic words and simple phrases while getting the chance to share simple information about their own language. In my opinion the project was a success in many ways. The implementation, choice of assignment and material as well as the positive communication within the group. With considerate and respectful interaction, we managed to create an atmosphere of security and trust which I believe are the basis of good educational environment for vulnerable students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FridaMariaHardardottir_HjartadIMidjunni.pdf | 3.65 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |