is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33740

Titill: 
  • Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum : áhrif dagbókarskrifa á unglingsstelpur í hópastarfi í félagsmiðstöð og þróun námsefnis því tengdu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Við lok grunnskólans eiga nemendur að standast mjög háleit hæfniviðmið um sjálfsþekkingu og jákvæða sjálfsmynd. Í þessu verkefni segi ég frá þeim leiðum sem ég hef beitt í sértæku hópastarfi í félagsmiðstöð í Reykjavík til að vinna með uppbyggingu sjálfstrausts hjá stelpum í 10. bekk. Hópurinn heitir Essið og var starfræktur á vorönn 2019 undir stjórn minni og Brynju Helgadóttur, tómstunda- og félagsmálafræðings. Þær aðferðir sem ég notaði í verkefninu byggja á persónulegri reynslu minni af breyttu sjálfsmati með hugarfarsbreytingu, dagbókarskrifum og skapandi vinnu. Ég studdist við rannsóknir sálfræðinga á gagnsemi skrifa í sálfræðimeðferðum unglinga. Þessar aðferðir vildi ég prófa með hóp sem er á miklum krossgötum í lífi sínu, á leið úr grunnskóla í menntaskóla. Ég tala um gildi lífsleiknináms í samfélaginu, innan skóla og í frístundastarfi. Einnig fjalla ég um hugtök eins og sjálfið og sjálfsmildi í samhengi við ungt fólk og þetta verkefni. Félagsmiðstöðvar og það starf sem fer fram innan þeirra er hluti af heildstæðu námi barna og unglinga. Í hópastarfinu Essinu prófaði ég verkefni sem ég samdi með það að markmiði að deila útkomunni í kennsluleiðbeiningum fyrir aðra sem vilja leiða svipað starf. Þær leiðbeiningar heita einnig Essið. Framgang hópastarfsins og persónulegan ávinning stelpnanna mældi ég með þremur spurningalistum yfir tímabilið sem ég greindi jafnóðum. Þar kom í ljós að allar sem voru virkar í hópnum og unnu verkefnin með okkur fundu fyrir jákvæðum áhrifum við að skrifa í dagbók og mæta á fundina í hópastarfinu. Þær sem tóku þátt voru svo ánægðar með starfið að við ákváðum að lengja það fram að útskrift þeirra. Verkefnið er því í raun þríþætt, hópastarfið þar sem verkefnin voru prófuð og ávinningur kannaður, kennsluleiðbeiningar fyrir Essið og þessi ritgerð því til rökstuðnings.

  • Útdráttur er á ensku

    Education authorities expect pupils graduating from secondary schools in Iceland to meet a criteria of very advanced personal skills, self-knowledge and a positive self-image. In this thesis I will describe a study I conducted with a group in a youth centre in Reykjavík. The participants were teenage girls and the group revolved around finding ways to build their self-esteem. The group is called Essið and the study was conducted in the first half of 2019 by myself and Brynja Helgadóttir, another staff-member in the youth centre. The methods used in the group all come from me and my personal experience on gaining more self-esteem by changing my mindset, journaling and doing creative work. I also looked at psychological research on the benefits of journaling with adolescents to support my case. I wanted to try this technique with young people at a crossroads in their lives, when they transition from secondary school to upper secondary school. I talk about the value of teaching life skills in today’s society, within the school system and in after-school programs. I also discuss concepts such as the self and self-compassion in relevance to young people and this project. Youth centres are a crucial part of comprehensive education of children and young adults. In this project, I tested exercises with the aim of creating a resource that other youth workers or teachers could use in similar projects in the future. I measured the development of the group and the girls’ personal gain with questionnaires at multiple time points over the course. Journaling and taking part of the group had a positive impact on all of the girls in the group. My project is in three parts, the Essið group at the youth centre, the course schedule based on the findings from the study with the group and at last this thesis to support my decisions.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerd-Kristin-Dora-Skemman.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Essið-issuu.pdf711.45 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna