Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33746
Þessi ritgerð fjallar um námskeiðið Regnbogapaunk, sem haldið var í félagsmiðstöð á Höfuðborgarsvæðinu fyrir 10 til 12 ára stelpur og hinsegin krakka, aðdraganda þess og niðurstöður. Hún fjallar um bakgrunn og reynslu höfundar og hvernig þeir þættir leiddu hana að þeim aðferðum og hugmyndafræði sem hún notar við kennslu á námskeiðinu.
Paulo Freire, bell hooks og John Dewey og hugmyndafræði þeirra í femínisma og kennslufræði eru kynnt. Aðstæður kvenna í tónlist á Íslandi og erlendis, í nútímanum og fyrr á árum, í klassík og í vinsældartónlist eru reifaðar. Farið er yfir hugmyndir um hvernig hægt sé að valdefla einstaklinga í tónlist og hvetja nemendur til að velja sér hljóðfæri sem teljast óhefðbundin fyrir kyn þeirra. Samtökin Stelpur rokka! eru einnig kynnt. Höfundur fer yfir kennsluáætlun, aðferðir og tengsl við aðalnámskrá grunnskóla og hvernig námskeiðið fór fram í raun. Hún kemst m.a. að því að kennari þarf að vera sveigjanlegur og tilbúinn að breyta út af nákvæmri kennsluáætlun, sama hve góð eða nákvæm hún er.
Afurð námskeiðsins eru tvö lög, sköpuð að fullu af nemendum, en það telur höfundur merki um að takmarki þess hafi verið náð: að veita nemendum vettvang til sköpunar og valdeflingar, til að vera þau sjálf og týna sér í því að skapa og fremja tónlist með öðrum.
In this theses I attempt to describe the prelude and outcome of the course "Regnbogapaunk" which can be translated "Rainbowpunk". The course was intended for 10-12 year old girls and queer youths, held in one of the social centres in the capital area of Reykjavík. The theses is about the author's background and earlier experience guiding her when choosing the teaching methods and ideology she uses in the course she describes.
The scholars Paulo Freire, bell hooks and John Dewey are presented together with their ideas on feminism and pedagogy. Circumstances of women in music, classical and popular alike, in Iceland and abroad, at present and earlier times, are discussed. Ideas are presented on possible ways of empowering individuals in music and encouraging the students to choose musical instruments that may be considered unconventional for their gender. The association Stelpur rokka! (Girls rock!) is also introduced. The author connects syllabi and teaching plan to teaching methods presented in Main Curriculum for the Elementary School. She finds that the teacher must be flexible and ready to divert from precise or strict teaching plan, no matter how good or accurate it might be.
The outcome of the course are two musical pieces, created by the students themselves.
By that end result the author concludes that the course's aim has been fulfilled: To create a forum for the students' empowerment and creativity; a support for their self reliance and autonomy, being able to create music and perform in cooperation with others.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sköpun og skapandi ferli til valdeflingar-M.art.ed verkefni.pdf | 457.25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |