Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33753
Tónlistarmaðurinn viðkunnannlegi Ed Sheeran hefur aldrei verið vinsælli en einmitt núna. Lag hans, Shape Of You, heldur metinu sem mest spilaða lag sögunnar á Spotify með yfir tvo milljarða spilanna, þar sem hann er einnig með þrjú önnur lög sem hafa yfir milljarð spilanna. Höfundi þessarar ritgerðar finnst þó að eftir því sem vinsældir hans hafa aukist, þá hafa gæði lagatextanna minnkað, sem er áhugavert þar sem Sheeran hefur oft verið hrósað fyrir textagerð af tónlistarhlustendum. Þessi ritgerð skoðar hvort fótur sé fyrir þessari fullyrðingu höfundar og tekur fyrir texta frá öllum þremur plötum Ed Sheeran og greinir þá. Sýnt er fram á dvínandi gæði textanna út frá þekktum textasmíðaaðferðum, t.d. þeim sem kenndar eru af Pat Pattison við Berklee College of Music, og hvort þann mun sé hægt að yfirfæra á plöturnar sjálfar. Að lokum skoðar höfundur viðtöl við Sheeran til að sjá hvort þar komi fram ástæður fyrir þessari texta „þróun“ hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Af götunni í brúðkaupið.pdf | 333.05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |