Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33754
Í gegnum tíðina hefur Tom Waits verið vinsæll vegna innihaldsríkra texta og ljúfra laga. Hann þykir flinkur að draga upp mynd samfélagslegi og hversdagsleika meðaljónsins. Margt tónlistafólk hefur reynt við lög hans, bæði konur og karlar. Áhugavert er að bera saman útgáfur Waits og ábreiður (e. covers) kvenna á lögum hans, reyna að greina hvar munurinn liggur, hvað virkar og hvað ekki. Hér á eftir verður flutningur nokkurra kvenna á lögum hans skoðaður með það að markmiði að komast að það er sem lætur útgáfurnar ganga upp.
Undirbúningur fyrir skrif þessarar ritgerðar fólst meðal annars í að hlusta á lög Waits í hans flutningi, og síðan á útgáfur kvennanna til samanburðar, til þess að skoða hvernig þær hafa farið að í tilliti til texta, forms og flutnings. Notast var við sænsku tónlistarveituna Spotify til að nálgast bæði flutning Waits og kvennanna, en þar er að finna öll lögin sem hlustað var á. Einnig las ritgerðarsmiður ýmsar blaðagreinar og skoðaði plötugagnrýnir.
Það virðist sem konur þurfi að færa sig burt frá upprunalegum útgáfum laga Waits og skapa nýjan hljóðheim til þess að gera þær að sínum. Útgáfur kvenna á lögum Waits virðast virka best ef þær syngja á ljúfari og angurværari máta, þó með leikrænum hætti.
For years Tom Waits has been well-known for brilliant lyrics and sweet melodies, he is thought to be good at putting the stories of the average Joe into words. Many, both men and women, have tried to perform his songs. In the following women ‘s covers of Tom Waits songs will be analyzed. The women ‘s version will be compared to Waits ‘, what works and what does not. In preparation the writer listened to Waits’ versions, the women ‘s versions, and compared the songs and tried to analyze how the women perform the song. In preparation the essay writer listened to Waits perform his own songs, then the writer listened to the female versions in comparison, what they do to the lyrics, the whole performance and the arrangements. The digital music service Spotify was used, music critiques and newspaper articles were read. It seems clear that women have to go into different direction than Waits when singing his songs and create a new world of sounds. They need to sing in a softer, more melancholy manner than Waits yet with the same theatrical demeanor as him.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Konur reyna við Waits.pdf | 354,28 kB | Lokaður | Heildartexti |