is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33760

Titill: 
 • Þróunarferlið : hlutverk leikstjórans í uppsetningum nútímans og áherslur þeirra á leikstíl
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er hlutverk leikstjórans í atvinnuleikhúsum á Íslandi rannsakað, þróun þess, venjur og staða í dag. Sérstakri athygli verður beint að áherslum leikstjóra hvað varðar leikstíl ásamt því að kanna hvaða áhrif venjur og vinsældir sjónvarps- og kvikmyndaleiks hafa haft á leikhúsleik. Auk þess er áhugi áhorfenda rannsakaður á ýmsum þáttum er viðkemur leikhúsinu, en vitnað er í könnun Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands sem hún gerði fyrir leikhópinn Sextán elskendur árið 2011.
  Í þessari ritgerð sem hér fer á eftir voru tekin viðtöl til að kanna stöðu leikstjórans í uppsetningum í dag. Leikstjórarnir voru: Benedikt Erlingsson, Kristín Jóhannesdóttir og Ólafur Egilsson, en þau eru öll virkir leikstjórar, með ólíkan bakgrunn og menntun. Til hliðsjónar af viðtölum við íslenska leikstjóra verður vitnað í Anne Bogart og Robert Wilson. Velt verður fyrir sér stöðu leikarans og leikstjórans í markaðsdrifnum leikhúsum Íslands, og þeim möguleikum sem þeir hafa til þess að þróa sína listrænu sýn. Ásamt þessu verður meðal annars vitnað í David Mamet, Hávar Sigurjónsson, Peter Brook og Þorgeir Tryggvason. Venjur hins natúralíska leiks í sjónvarpi og kvikmyndum hafa haft áhrif á leikstíla í leikhúsunum hér á landi, en þrátt fyrir það virðist áhugi áhorfenda liggja fyrir; fólk er áhugasamt að sjá draumkenndar og óhefðbundnar sýningar. Sú staðreynd að leikhúsin eru háð miðasölutekjum leiðir e.t.v. til þess að þau hafa ekki efni á því að taka áhættu, sem leiðir til takmarkanna í sviðslegum rannsóknum, þar með töldum leikstíl. Hlutverk leikstjórans í dag er að skapa traust og öruggt rými þar sem listrænir stjórnendur treysta sér til að rannsaka efnivið verksins innan rammans sem leikstjórinn setur. Leikarar leikstýra gjarnan verkum hér á landi, sem leiðir e.t.v. til þess að þeir gefi listrænum aðstandendum sýningarinnar fullt frelsi til að sköpunnar, og leggji ríka áherslu á leikaravinnuna í stað þess að gera sér grein fyrir hlutverki sínu sem sviðsetjari sem þarf að huga að öllum listrænum þáttum sýningarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay the role of the director in the professional theatres (Þjóðleikhúsið and Borgarleikhúsið) will be explored, it ́s development, customs and status today. Special attention will be directed toward the director ́s emphasis on acting styles along with what effect the customs and popularity of television and film acting have had on the development of acting styles in the theatre. The interest of public theatre goers in regards to multiple factors of the theatre will be explored, but in 2011 a survey was made by the The Social Science Research Institute to investigate different interests from different social groups, on behalf of the Icelandic theatre company Sixteen Lovers. The Icelandic directors
  Benedikt Erlingsson, Kristín Jóhannesdóttir and Ólafur Egilsson were interviewed, as to give information on the role of the theatre director in today ́s times. To contrast, books and interviews from Anne Bogart and Robert Wilson were used to see different opinions on the role of the director. The possibilites for actors and directors in the big, market driven theatres in Iceland to further theyre education and artistic approaches will be looked at. Alongside that the references of this essay will be David Mamet, Hávar Sigurjónsson, Peter Brook and Þorgeir Tryggvason. The customs of realistic acting in television and film have had an effect on the acting styles in the theatres, but there seems to be an interest from theatre goers to see dreamy and unformal plays nonetheless. The fact that the theatres require funds from ticket sales could lead to a lesser interest in taking artistic risks, which leads to restrictions in artistic research in f.x. acting styles. The role of the director in today ́s theatre is to create trust between all artistic staff in order for them to explore the play inside the framework given by the director. In Iceland actor ́s get a frequent chance to direct plays, which may lead to them giving other artistic staff full permission to create, in order to focus on the actor ́s work ( in which they have a lot of experience) and therefore lose sight of all the artistic aspects of a stage production.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_2.pdf592.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna