is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33761

Titill: 
 • Mýktin sigrar allt : rannsókn á fagurfræðilegri mýkt í sviðslistum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð leitar svara við þeirri spurningu hvort og hvernig mýkt geti nýst listamönnum til þess að ná fram samfélagslegum og pólitískum áhrifum með list sinni. Mýkt er í ritgerðinni skilgreind sem fagurfræði sem leggur áherslu á einlægni, tilfinninganæmni, hið kvenlega og hinsegin.
  Í inngangi eru nefnd ýmis dæmi um að mýkt sé að ryðja sér rúms í meginstraumnum skoðuð. Ritgerðin skiptist svo í þrjá kafla. Fyrst er samfélagsgerð okkar skoðuð og færð rök fyrir því að hún sé mótuð af kapítalískri nýfrjálshyggju sem hampi einkennum hörku umfram mýkt, og uppgangur mýktarinnar sé ákveðið andsvar við þeirri hörku. Í kaflanum er að miklu leyti stuðst við bók Mark Fisher, Capitalist Realism, um kapítalískt raunsæi.
  Í öðrum kafla eru eiginleikar mýktar skoðaðir og þeir settir í samhengi við kenningar Jacques Rancière um fagurfræði og kenningar Chantal Mouffe um pólitíska list. Færð eru rök fyrir því að í mýktinni felist möguleikar til orðræðubreytinga og þar með samfélagsbreytinga.
  Í þriðja kafla eru þrjár listamanneskjur sem nýta sér mýkt í verkum sínum rannsakaðar. Fyrst verður fjallað um Alok- Vaid Menon, listamanneskju sem hefur mýktina í forgrunni í aktívisma sínum sem kynsegin manneskja, texta sviðsverka sinna og ekki síst viðhorfi sínu til lífsins. Svo verður tekið viðtal við Hrefnu Lind Lárusdóttir um vinnu hennar með listhópnum Macao, en þau hafa undanfarið unnið verk sem hafa sjálfsmildi og ASMR í forgrunni. Að lokum er tekið viðtal við Sarah Vanhee, belgíska listakonu sem nýtir sér mýkt í aðferðafræði sinni við gerð sviðsverksins Lecture For Every One.
  Í niðurlagi er komist að þeirri niðurstöðu að mýkt geti sannarlega nýst listamönnum til þess að koma pólitískum skilaboðum á framfæri og breyta orðræðu og gangi samfélags okkar þegar vel tekst til.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is an investigation of the question if and how artists can use softness in their aesthetics to influence society with their art. The word ‘softness’ is defined as meaning honesty, vulnerability, emotionality, femininity and queerness.The essay is divided into three chapters. The first chaptertalks about how modern society is formed by capitalism and neo-liberalism that favours hardness over softness, and that the upsurge of softness is an answer to that hardness. The chapter is mainly based on Mark Fisher’s Capitalist Realism.In the second chapter we take a look at the qualities of softness and diagnose them in the context of philosopher Jacques Rancière’s theories about aesthetics and art, and Chantal Mouffe’s theories about politics in art and art in politics. The argument is made the in softness there is the possibility of changing the hegemony. In the third and final chapter we take a look at three artists that use softness in their work. First Alok Vaid-Menon is a performance artist and queeractivist that centers softness in their artistic work, activism and even methodsof living. Second, Hrefna Lind Lárusdóttir’s work with ASMR and self-care methods in her work, in collaboration with Milan-based art collective Macao, will be diagnosed in relation to softness. Finally an interview with belgian performance artist Sarah Vanhee is conducted in the context of her work Lecture For Every One, in which she used the methods of softness strategically. The chapter on Alok Vaid-Menon is based on internet resources and documentation while the writer of the essay conducted interviewswith Sarah Vanhee and Hrefna Lind Lárusdóttir.Theconclusion of the essay isthat using softness in art hasthe potential to be a useful tool for artists and activists to get their political message across. When used successfully softness can even have a serious impact on the hegemony in our society.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ-mýkt-salvör-prent.pdf348.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna