is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33765

Titill: 
  • Samband flytjenda og tónskálda : viðtöl við flytjendur sem starfa í mismunandi geirum tónlistar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Algengasta samband flytjenda og tónskálda innan sígildrar og samtímatónlistar byggir á þeirri hugmynd að tónskáld semji alla tónlist og riti í nótur. Flytjandinn tekur þessar nótur og gæðir þær lífi. Höfundur ritgerðar sem er með bakgrunn í popp- og rokkhljómsveitum og djass furðar sig á því af hverju tónskáld og flytjendur vinna ekki saman að tónverkum, eins og er oft raunin í þeim geirum tónlistar. Þá eru skoðaðar hugmyndir Jennifer Torrence um hlutverk flytjandans og hvernig hún skiptir því niður í þrjú hlutverk sem eru aðgreind eftir því hversu mikið flytjendur taka þátt í sköpunarferlinu. Síðan eru skoðaðar hugmyndir Christopher Small sem segir að einblína ætti meira á tónlistarumhverfi klassískrar tónlistar og minna á hlutgervingu tónlistar þ.e. raddskrár og upptökur. Loks tók höfundur þrjú viðtöl við flytjendur sem hafa tekið virkan þátt í að flytja tónverk á hefðbundinn hátt en einnig tekið þátt í óhefðbundnu tónlistarumhverfi. Viðtölin fjalla um upplifanir þeirra í þessum mismunandi heimum. Í þessari ritgerð skoða ég ofangreind atriði og rýni í svör viðmælenda minna út frá stöðu þekkingar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka loka loka lokaritgerð.pdf754.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna