Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33766
Í þessari ritgerð leita ég leiða til þess að greina popptónlist með hliðsjón af kenningum Ferdinand de Saussure og Roland Barthes um táknfræði. Kenning þess síðarnefnda um það sem hann kallar „mýtu“ opnar dyr að nýrri tegund tónlistargreiningar. Með því að beita greiningunni má draga ályktanir sem ná út fyrir svið tónlistarinnar, um samfélagið og hugmyndafræði þess, án þess þó að missa sjónar á viðfangsefninu; hljóðinu sjálfu. Ritgerðin skiptist í fræðilegan hluta og greiningarhluta. Í fræðilega hlutanum geri ég grein fyrir því hvernig kenning Barthes byggist á skilgreiningu Saussure á tákninu. Í kjölfarið athuga ég hvernig hugmyndum Saussures hefur áður verið beitt á sviði tónlistar og tónlistargreiningar. Niðurstaða mín er sú að þær nálganir sem byggjast aðeins á málvísindalegri skilgreiningu Saussures á tákninu séu ekki líklegar til árangurs, vegna þess að tónlist er í eðli sínu ekki tungumál. Útvíkkun Barthes á hugmynd Saussure er hins vegar vænlegri til árangurs, enda er hún ekki bundin bara við mannamál. Mýtan, öfugt við táknið, getur gert sér mat úr hvaða efni sem er. Í greiningarhlutanum tek ég fyrir lagið Old School Love eftir félagana Lupe Fiasco og Ed Sheeran. Lagið er dæmigert fyrir það sem ég tel vera ríkjandi tilhneigingu nútímapoppmenningar: nostalgíu eða þáhyggju. Ég greini þessa þáhyggjuhneigð sem mýtutilfelli og lýsi því hvernig hún virkar í þessu tiltekna lagi. Mýtu þessa tel ég endurspegla ákveðið vonleysi. Framtíðinni hefur verið aflýst; loftslagsógnin vofir yfir okkur og hin einpóla heimsskipan nýfrjálshyggjunnar virðist ætla að sigla í rólegheitum fram af brúninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KH_BAritgerð_mai2019 2.pdf | 650,56 kB | Lokaður til...01.05.2139 | Heildartexti |