is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33769

Titill: 
  • "Fiðlað" á Skotlandi : saga fiðluhefðar á meginlandi Skotlands og Hjaltlandseyjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skosk þjóðlagatónlist er full af lífskrafti og gleði og fylgir danshefðum Skotanna taktfast. Í þessari lokaritgerð verður hlutverk fiðlarans (e. fiddler) í skoskri þjóðlagatónlist sérstaklega skoðað. En gríðarlegt magn af skoskri tónlist var samið og flutt á fiðlu allt frá 12. öld. Þá voru hljóðfærin að sjálfsögðu frumstæðari og fiðlan ekki eins og við þekkjum hana í dag. Uppruni fiðlunnar verður rakinn í grófu máli sem og tæknin sem fiðlarar notuðu. Notuðu þeir einhverja tækni yfir höfuð?
    Skoska fiðlutónlist má flokka niður eftir landsvæðum og gert verður grein fyrir þeirri flokkun. Áhugavert er að skoða einkenni hvers stíls fyrir sig, sögu hans og vinsælustu dansa. Til eru margir þekktir skoskir fiðlarar sem flestir eru þó látnir í dag. Gert verður grein fyrir þeim allra þekktustu. Margir þeirra voru einnig tónskáld og skildu eftir sig fjöldan allan af þjóðlögum til að flytja á fiðlu. Helstu dansar Skotlands verða einnig nefndir.
    Hjaltlandseyjar eru með sérstæðasta fiðlustílinn en þar spilaði tíundi hver maður á fiðlu um 1900. Fiðlan fléttast mikið inn í félagslíf eyjaklasans og annað eins samfélag heyrir maður ekki um á hverjum degi. Margar hefðanna lifa enn í dag.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_Agnes_Eyja__Vor2019.pdf337,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna