is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33770

Titill: 
  • Slátta - konsert fyrir píanó og hljómsveit : þjóðleg einkenni tónmáls Jórunnar Viðar í Sláttu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jórunn Viðar var frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi bæði sem afkastamikið tónskáld og fimur píanisti. Hún stundaði framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik í Berlín og nokkrum árum síðar nam hún tónsmíðar við Juilliard í New York undir leiðsögn Vittorio Giannini. Eftir útskrift frá Juilliard flutti Jórunn heim og setti fljótt mark sitt á íslenskt tónlistarlíf bæði sem einleikari og tónskáld. Hún samdi tónlistina við fyrsta íslenska ballettinn, Eld, sem og fyrstu íslensku bíómyndatónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum. Slátta, píanókonsert Jórunnar Viðar er langstærsta og viðamesta verk hennar á tónskáldaferlinum. Jórunn var lipur píanisti og endurspeglast það skírt hjá einleikaranum í Sláttu. Jórunn var eitt þeirra tónskálda sem sótti innblástur í íslenskan þjóðlagaarf og í Sláttu sameinar hún einföldu íslensku stemmuna og klassíska konsertformið. Í þessari ritgerð birtast niðurstöður rannsóknar varðandi hvernig Jórunn sameinar þessi tvö atriði en enn fremur var rannsakað hvernig þjóðlagaarfurinn birtist í konsertinum. Rannsóknin var framkvæmd með að greina stef og stefjaefni fyrsta kaflans, bera saman við hefðbundna klassíska aðferð hvað varðar hljómsveitarinnskot og epísóður. Stefin voru þá greind nánar og tóntegundaferli milli stefja voru skoðuð. Til hliðsjónar voru skilgreiningar Jóns Leifs á þjóðlegum einkennum íslenska þjóðlagaarfsins, þau voru: Þröngt tónsvið, notkun kirkjutóntegunda, fimmundasöngur og síbreytilegur hrynur rímnalaganna. Niðurstöðurnar voru þær að Jórunn fylgir klassíska konsertforminu nokkuð náið, en þar er fyrst og fremst tóntegundanotkun hennar sem gerir konsertinn frábrugðinn klassíska forminu. Niðurstöðurnar eru einnig þær að Jórunn vinnur með þau þjóðlegu einkenni sem gengið var út frá við upphaf rannsóknar. Fimmundasönginn vinnur hún með markvissri og flókinni notkun fimmundahljóma, aðalstefin spanna oft ekki meira en ferund og því auðsungin, takttegundir breytast oft þannig að sömu stefin hljóta jafnvel allt aðra áferð, kirkjutóntegundirnar eru gríðarlega áberandi og greinilegt að Jórunn hugsar út frá þeim fremur en dúr/moll kerfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Jórunn Viðar was a pioneer in Icelandic music, as a prolific composer and a skilled pianist. She studied piano performance at the Hochschule für Musik in Berlin and a few years later she studied composition at Juilliard in New York under the guidance of Vittorio Giannini. After graduation Jórunn moved to Iceland and soon made a mark on musical life in Iceland both as a pianist and a composer. She composed the music to the first Icelandic ballet, Eldur, as well as composing the first Icelandic film music for the movie Síðasti bærinn í dalnum. Viðar’s first and only piano concerto, Slátta, is her biggest and most challenging project. Viðar was a particularly skilled pianist and those skills reflect clearly in the soloist part in Slátta. Viðar was a composer who sought inspiration in the Icelandic folk music heritage, and in Slátta she merges the traditional rhythm with the classical concerto form. In this thesis Viðar’s methods for this merger were examined, and furthermore how Viðar uses her own musical language to express the folk music heritage. The research was conducted in this manner: By analysing themes and motives in the first movement and comparing the results to the traditional classical method regarding ritornellos and episodes between the orchestra and soloist. The themes were analysed further, and the development of tonality was inspected. Jón Leifs’ definitions of traditional elements were used as a reference when analysing said elements in the concerto, they were: Narrow tonal range, usage of modes, usage of fifths and ever-changing rhythm of rhymes. The results were that Viðar follows the structure of the classical concerto form quite closely, but it is her usage of modes and tonalities that vastly differentiate the concerto from the classical concerto form. Viðar furthermore actively works with the folk music elements mentioned above. The fifths appear in her focused use of fifth-chords, the main themes usually don’t range more than a fourth and can therefore be easily sung, the time signatures change frequently so the same themes get a different texture because they have different time signatures, and lastly the usage of modes is really prominent and Viðar obviously bases the music on them rather than the major/minor-system.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BMus_Anna Þórhildur Gunnarsdóttir.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna