is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33771

Titill: 
  • Víólan : hljóðfæri án hefðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Víólan á sér ekki langa hefð að baki sem einleikshljóðfæri. Frá því að fiðlufjölskyldan varð til og fram á 20. öldina, var hljóðfærið fyrst og fremst notað til uppfyllingar í tónlist. Vítahringur varð til á þá leið að vegna skorts á góðum víóluleikurum var lítill hvati fyrir tónskáld að semja fyrir hljóðfærið, þá var ekki heillandi fyrir fiðluleikara að skipta yfir á víólu hvers verkasafn (e. repertoire) var ekkert samanborið við fiðlunnar. Þá hefur víólan verið kölluð ófullkomið hljóðfæri sem skýrist á því að hún er ekki í þeim hlutföllum sem best væri á kosið, en fólk hefur lært að meta melankólískan og dimman hljóm hennar sem karaktereinkenni fremur en ljóð. Að því sögðu þá hafa samt sem áður verið gerðar tilraunir til þess að betrumbæta hljóðfærið sem og önnur hljóðfæri fjölskyldunnar. Eins og fiðlusmiðurinn Carleen Hutchins sem bjó til Nýju fiðlufjölskylduna. Komið er inn á áhrifavalda, þar á meðal Lionel Tertis og William Primrose, sem beittu sér fyrir því að víólan yrði viðurkennd sem einleikshljóðfæri. Fyrir tilstilli þeirra, og annarra sem seinna komu, hefur mikill fjöldi verka bæst í verkasafn víólunnar og víólan orðið gild sem einleikshljóðfæri. Þó er því miður mun fátíðara að sjá víóluleikara spila einleik með sinfóníuhljómsveit miðað við hin hljóðfæri fiðlufjölskyldunnar að kontrabassa undanskildum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin + sniðmátið - afrit PDF.pdf363.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna