Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33774
Óperan Einvaldsóður eftir Guðmund Stein Gunnarsson er ný íslensk ópera, frumflutt í Árbæjarkirkju á tónlistarhátíðinni Sláturtíð í október 2017. Texti óperunnar er kvæða-bálkurinn Einvaldsóður eftir séra Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð, sem segir frá girnd og heimsku gráðugra manna sem sækjast eftir valdi í heiminum. Sem innblástur að tónsmíðum fyrir söngvara óperunnar notaði Guðmundur Steinn m.a. hugmyndir frá rann-sóknum Hreins Steingrímssonar á kveðskap í Breiðafirði. Hlutverk söngvara óperunnar var að kveða rímnabálk séra Guðmundar Erlendssonar í heild sinni í þrem lyklum; heilum, hálfþröngum og alþröngum, sem byggja allir á sömu stemmunni. Við flutning notuðu söngvarar hljóðrás til að fylgja eftir, í stað hreyfinótna sem hljóðfæraleikarar spiluðu eftir.
Óperan Einvaldsóður er áhugavert verk sem brýtur upp hið hefbundna óperuform. Samvinna tónskálds og söngvara er meiri en venjan er og umgjörð óperunnar og nánd áhorfandans við persónur óperunnar er einstök.
Í þessari ritgerð er fjallað um einkenni Einvaldsóðs og tónsmíðaaðferðir Guðmundar Steins, með áherslu á sönghlutverkin og innblásturinn sem hann sækir í rannsóknir á íslenskri kvæðahefð. Helstu heimildir eru viðtöl við Guðmund Stein Gunnarsson, upptaka frá frumflutningi óperunnar, texti óperunnar eftir séra Guðmund Erlensson, hreyfinótur og leiðbeiningar frá höfundi og grein Atla Ingólfssonar um Einvaldsóð, ásamt bókinni Kvæðaskapur eftir Hrein Steingrímsson.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Einvald!!!.pdf | 4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |