Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33776
Clara Schumann er án efa eitt þekktasta kvenkyns tónskáld Evrópu. Hún var frábær píanóleikari, tónskáld og kennari en oftast þegar talað er um hana þá er það í sambandi við eiginmann hennar tónskáldið Robert Schumann. Hún samdi fjölda verka en var alltaf mjög óörugg með tónsmíðar sínar og vildi bara að Robert myndi sjá um að semja tónlist og hún að spila hana. En af hverju var þessi kona sem hafði alla burði í að vera frábært tónskáld svona hikandi að semja nýtt efni. Umhverfi hennar í 19. aldar Evrópu spilaði eflaust mikinn part í því hvernig hún leit á sjálfa sig. Í þessari ritgerð verður fjallað um umhverfi kvenna í tónlist á 19. öld í Evrópu, hvernig menntun þær fengu og hvernig almennt viðhorf til kvenkyns tónskálda var og hvernig þær brugðust við því mótlæti sem þær fengu. Sérstök áhersla verður lögð á líf og starf Clöru Schumann og hversu frábrugðið tónlistaruppeldi hennar var frá kynsystrum sínum á þessum tíma. Skoðað verður Clöru sem tónskáld og sjálfsmynd hennar gagnvart tónsmíðum sínum. Dagbókarfærslur Clöru segja mikið til um hugarheim og sjálfsmynd hennar og þær eru skoðaðar, einnig verður skoðað áhrif Roberts á tónsmíðar og tónlistarstarf hennar.
Clara Schumann is undoubtedly one of Europe‘s best-known female composer. She was a great pianist, composer and teacher but most often when she is being talked about it is in relation to her husband Robert Schumann. She wrote a number of works but was always very insecure with her composition so she wanted Robert to be the composer and she was just the performer. But why was this woman who had the talent to be a great composer so hesitant to write new material. Her environment in the 19th century probably played a large part in the way she felt about herseld. This thesis examines the environment of female musicians, how their education was, how the attitude towards the female composer was and how the dealt with the adversity Emphasis will be on Clara Schumann‘s life and work and how different her music education was from other women at this time. Clara as a composer will be examined and how her self-image affected her work. Clara‘s diary entries say a lot about her mindset and attitude about herself and also the effect Robert had on her composition and her musical works.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kventónskáld á 19. öld .pdf | 348,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |