is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33777

Titill: 
  • Persóna fæðist : stúdía um hlutverk Guiliettu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig ég undirbjó fyrsta heila óperuhlutverkið sem ég lærði. Þegar óperuhlutverk er valið þarf að gæta þess að það henti söngvaranum, rödd hans, aldri og kunnáttu. Fyrir valinu varð hlutverk Guiliettu úr I Capuletti e i Montecchi eftir Vincenzo Bellini, frá árinu 1830. Hlutverkið er skrifað fyrir lýrískan sópran og fellur vel að mínu raddsviði, hlutverkið er spennandi og tónlistin höfðar til mín.
    Ég kynnti mér aðferðir Konstantíns Stanislavskíjs og bók hans Creating a Role en hún fjallar um hlutverkasköpun. Ég pældi í aðferðum hans og notaði þær eins og mér fannst henta. Ég bar leikrit Williams Shakespeares við líbrettó Felices Romanis.
    Ég las mér til um vinnuaðferðir óperusöngvara og velti fyrir mér eigin aðferðum sem ég hef þróðað með mér í náminu. Eitt af því sem ég komst að er að best sé að skipta vinnunni í þrennt, undirbúa nóturnar eða handritið, læra tónlistina og skoða hlutverkið.
    Þessi undirbúningsvinna skilaði mér góðum skilningi á hlutverki Guiliettu og óperunni í heild. Ég hef einnig fengið betri hugmynd um í hverju undirbúningsferli óperusöngvara felst og kynnst vinnuaðferðum sem geta nýst mér síðar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Mus_ SMB.pdf742,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna