is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33779

Titill: 
 • „Sú rödd var svo fögur“ : áhrif kvenhormóna á röddina
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur verkefnisins er að kanna hvaða áhrif hormónasveiflur í tíðahringnum hafa á röddina og auka innsýn söngkvenna á málefninu. Skoðaðar voru rannsóknir um hvaða áhrif hormónasveiflur tíðahringsins, getnaðarvarnarpillan og tíðahvörf hafa á söngröddina og söngkonur. Áhugi á efninu kviknaði eftir samræður við söngkonur en vitneskja um málefnið virtist vera talsvert á reiki. Teknar voru saman ellefu rannsóknir á ofangreindum þáttum.
  Heimildaleit á áhrifum hormóna á söngrödd kvenna hófst um miðjan september 2018. Heimilda var aflað í gagnasöfnunum Pubmed, Science Direct og Google-scholar. Stuðst var við leitarorðin: menstrual cycle, sex hormones, female voice, classical singers, menopause.
  Niðurstöðurnar benda til þess að hormónasveiflur tengdar tíðahringnum geta haft áhrif á söngröddina. Vefjafræðileg hliðstæða hefur fundist á milli barkakýlis og legháls en þær breytingar sem verða á legslímhúð í gegnum tíðahringinn verða einnig á slímhúð barkakýlis. Almennt eru raddgæði betri þegar styrkur estrógens í blóði er sem hæstur, í kringum 15. dag tíðahrings. Einkenni líkt og minnkuð spenna raddbandavöðva, raddbandabjúgur, roði og háræðahnútar á raddböndum komu fram fyrir tíðir, þegar styrkur prógesteróns í blóði er hár. Þegar upplifun söngkvenna er skoðuð virðast raddgæði vera verst fyrstu sjö daga tíðahringsins. Söngkonur gátu heyrt mun á röddinni sinni eftir tímabilum í tíðahringnum sem þjálfaðir hlustendur heyrðu ekki.
  Getnaðarvarnarpillan virðist almennt ekki hafa neikvæð áhrif á röddina og getur jafnvel stuðlað að stöðugleika í raddgæðum yfir tíðahringinn.
  Við tíðahvörf þykkna raddbönd kvenna sem leiðir til þess að rödd verður dýpri og óstöðugri. Langflestar söngkonur upplifa breytingar á efra raddsviði í tengslum við úthald, kraft og liðleika við tíðahvörf. Til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum er æskilegt að stunda æfingar til að styrkja kjarnavöðva líkamans og að bæta öndun.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this literary review is to increase insight into the effects of hormonal fluctuations of the menstrual cycle on the singing voice, as well as to examine the effects that oral contraceptive pills have on the voice. Furthermore, this literary review will look into the effects that menopause have on the singing voice. Eleven studies on the above- mentioned matters were summarized. Interest arose on this subject after conversation with singers, but the knowledge on the matter seems to be fluctuating.
  Sources were obtained in following data bases: Pubmed, Science Direct og Google- scholar. Key words that were used in the search were: menstrual cycle, sex hormones, female voice, classical singers, menopause.
  The results indicate that hormonal fluctuations related to the menstrual cycle can affect the singing voice. Histological paralellism has been reported between the cervic and the vocal folds. When estrogen levels are high, around day 15 of the menstrual cycle, the quality of the voice is in general better. Symptoms like decreased tension in vocal muscle, vocal fold edema, redness and microvarices on vocal folds were seen when progesterone levels were high.
  Women seem to experience the worst voice quality the first seven days of the menstrual cycle. Singers could distinguish their voices between different parts of the menstrual cycle but trained teachers where not able to hear any difference.
  Generally the oral contraceptive pill doesn‘t seem to have negative impact on the voice. It could even contribute to stability in the voice over the menstrual cycle.
  With menopause the vocal cords become thicher leading to deeper and more unstable voice. The majority of the women who have gone through menopause experience changes on the upper register when looked at endurance, strength and flexibility. Most of the women begun to strengthen their core muscles and improve their breathing.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
%22Sú rödd var svo fögur%22Áhrif kvenhormóna á röddina-loka.pdf278.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna