is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33780

Titill: 
 • Geta hliðarafurðir ávaxtaframleiðslu nýst sem rotvörn í snyrtivörur?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kröfur um náttúrulegri efni í fæðu- og snyrtivöruiðnaðinum fara vaxandi og þarf markaðurinn að mæta þeim kröfum. Vitað er að ýmsar plöntur framleiða sjálfar einhvers konar efni eða eitur sem hindra það að örverur vaxi í návist þeirra og valdi skemmdum. Því er áhugavert að skoða hvort hægt er að nýta plöntur sem rotvörn eða til þess að minnka notkun annarra rotvarnarefna sem annars eru notuð í vörur, hvort sem það eru snyrtivörur eða annað. Plöntur og mikilvægi þeirra hefur þekkst frá upphafi alda. Plöntuútdrættir eru blöndur af flóknum efnasamböndum frá jurtaríkinu sem útbúinir eru með lífrænum leysum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að örveruhamlandi virkni er að finna í ákveðnum plöntuútdráttum. Tilvalið er að nýta það mikla magn hliðarafurða sem fylgir grænmetis- og ávaxtaframleiðslu, bæði til að hækka verðgildi vörunnar og huga að umhverfisvænni kostum í snyrtivöruframleiðslu. Með því að nýta hliðarafurðir er hægt að minnka þannig mengun vegna förgunar og skapa meiri hagnað fyrir ræktendur. Sumar plöntur í ávaxta- og grænmetisræktun eru ríkar af alls kyns efnum sem talin eru hafa heilsubætandi áhrif t.d. vítamínum, andoxunarefnum og lýkópeni ásamt örveruhamlandi efnum. Reglugerð EC nr. 1223/2009 gerir kröfur um að rotvarnir í snyrtivörum séu prófaðar gegn örverum sem finnast í menguðum vörum. Helstu örverur sem finnast í snyrtivörum eru: Pseudomonas aeruginosa, Staphylococcus aureus, Candida albicans, E. coli og Aspergillus. Markmið verkefnisins var að nota plöntuútdrætti og skoða virkni þeirra í að hamla vöxt þessara örvera til að nota sem rotvörn í snyrtivörur. Notast var við mismunandi lífræna leysa sem leyfðir eru í snyrtivörum. Einnig voru sett upp sérstök skorunarpróf (e. preservative challenge test) með sveppunum C. albicans og Aspergillus. Eyða var einnig mæld til að meta hömlun á örveruvexti á öllum þessum helstu örverum með plöntuútdráttum. Niðurstöður leiddu í ljós að örveruhemjandi virkni var til staðar í plöntunni sem um ræðir. Olíu útdráttur sýndi ekki hömlun á örveruvexti en mikil virkni var til staðar í etanól útdráttum sem sést bæði í mælingum á hömlun á skálum með örverum og í skorunarprófum.
  Lykilorð: Hliðarafurðir, plöntuútdrættir, snyrtivörur, rotvörn

 • Útdráttur er á ensku

  Demands on natural ingredient in food and cosmetic products are growing and the market needs to accommodate those requirements. Plants are known to produce some substances or toxins that prevent microbial growth on or near them and cause damages to the plant. Therefor it is interesting to investigate if plants can be used as a preservative or to reduce usage of other preservatives which products contain, whether it is in cosmetics or other products. Importance of plants have been known for centuries. Plant extracts are mixtures of complex compounds from the nature, made from organic solvents. Studies have shown inhibition on microorganisms with certain plant extracts. It is ideal to use the great amount of by-products that comes from fruit- and vegetable production, both for increasing the products value and for environmental causes, in cosmetic production. Using by-products can decrease pollution that comes with disposal and increase the growers profit. Plants in fruit- and vegetable production are rich in nutrients that have health benefits like vitamin, antioxidants and lycopene as well as inhibitory microbial contents. Regulation of EC nr. 1223/2009 demands that preservatives in cosmetics are tested against microorganisms that are found in contaminated products. Main microorganisms that are found in cosmetics are: Pseudomonas aeruginosa, Staphylococcus aureus, Candida albicans, E. coli and Aspergillus. The aim of this project was to use plant extracts, from a plant used in vegetable production, and test its ability to inhibit these microorganisms to use as a preservative in cosmetics. Four different organic solvents were used that are permitted in cosmetics: Hexane, water, ethanol and almond oil. Preservative challenge test will be performed with C. albicans and Aspergillus. Zone of inhibition will also be measured on all these main microorganisms with plant extracts. Results showed some activity in the plant in inhibiting these microorganisms. Plant extracts with almond oil did not show any activity. Activity is in fact clearly seen in ethanol extracts which showed both in the challenge test and measuring in zone of inhibition.
  Key words: By-product, plant extracts, cosmetics, preservative

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 23.04.2026.
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Huld - lokaverkefni 2019.pdf907.8 kBLokaður til...23.04.2026HeildartextiPDF