is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33782

Titill: 
 • Orkunotkun við mismunandi kælingu togaraafla og áhrif á gæðaþætti
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hefur verið töluverð þróun í kælitækni ferskfiskskipa á Íslandi. Ný skip hafa verið smíðuð gagngert til að sækja ferskan fisk til áframvinnslu í landi, auk þess sem gerð hefur verið bragarbót á vinnslum eldri skipa. Frá bankahruni árið 2008 hefur árað vel í sjávarútvegi og má segja að hrina nýsmíða hafi farið af stað. Langmest var smíðað af ferskfisktogurum. Almennt hefur togurum fækkað mikið frá árinu 1990 en einnig hefur samsetning flotans breyst. Frystitogurum hefur fækkað á sama tíma og magn ferskfisks í útflutningi hefur aukist. Að megninu til hafa sjóflutningar staðið undir þessari aukningu í útflutningi. Grundvöllur þessa viðsnúnings í útflutningi á ferskum fiski, þá sérstaklega þess að hægt sé að senda fisk með góðu móti sjóleiðina á sér helst skýringar í ákveðnum gæðaþáttum. Betri vinnsluháttum, betri meðferð á afla en fyrst og síðast betri kælingu. Markmið þessa verkefnis er að greina orkunotkun við mismunandi kæliaðferðir um borð í fiskiskipum og meta möguleg áhrif á gæðaþætti afla. Í verkefninu voru bornar saman ólíkar leiðir við kælingu afla í nýsmíðuðum systurskipum Samherja. Farin var fremur nýstárleg leið við hönnun vinnslubúnaðar Bjargar EA en hefðbundnari leið valin fyrir systurskipið Björgúlf EA. Þarna gafst tækifæri til samanburðar á búnaðnum með tilliti til raforkunotkunar og gæðaþátta. Þar sem hin nýstárlega leið var farin er rekstur kælivéla mikill þar sem aflinn er kældur niður í stórum sjókældum sniglum. Í Björgúlfi hins vegar er fiskur kældur niður með landfrystum ís. Þar er fiskurinn ísaður niður í ker í lestinni eins og hefur löngum verið gert við ferskfiskveiðar. Í Björgúlfi er þó einnig fyrir hendi möguleiki á að sjókæla á vinnsluþilfari. Rannsóknarspurningar verkefnisins snúa að því að meta orkunotkun kælivéla Bjargar við sjókælingu afla og einnig samanburð Bjargar við systurskipið Björgúlf m.t.t orkunotkunar og gæðaþátta. Orkunotkun kælikerfa skipanna var mæld með orkumæli yfir skilgreind tímabil og notast var við gögn úr gæðamati sömu tímabila. Með upplýsingum um orkunotkun kælikerfanna við mismunandi keyrsluform auk upplýsinga um gæði afla er hægt að taka upplýsta afstöðu um hvernig keyra skal kerfin. Lykilorð: Sjókæling, ískæling, orkunotkun, gæði, kostnaður

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project is to analyse the amount of power needed to cool down fish on board a new stern trawler using modern a cooling method and compare it with another new vessel using a more traditional method. Additionally, the project looks to compare the quality
  of the products from these two vessels regard to the power consumption.
  The study research questions are:
  • What is the power consumption needed to cool down fish with the new method?
  • How does that method compare to the traditional, regarding quality and power
  consumption?
  The results of the study showed that the power consumption and quality factors change on a different scale. Total cost of cooling with the new method is lower than using the traditional method. The cost of the fuel oil saved with the modern cooling, in comparison to the traditional
  one, is equal to the total fuel consumption of two fishing trips per year. The results of the quality assessment showed that the fillet color was lighter when using the modern method compared to the traditional but there was more gaping. The light color is likely caused by good washing process but it also causes the increased gaping because the overall
  processing time is longer.
  Keyword: RSW, ice cooling, power consumption, quality, cost

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.05.2034
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Ásþór Sigugeirsson skemmuútgáfa.pdf3.47 MBLokaður til...01.05.2034HeildartextiPDF