is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33784

Titill: 
  • Hámörkun verðmæta í lotu ferskfisktogara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikilvægi útflutnings ferskra sjávarafurða hefur aukist á kostnað frosinna sjávarafurða síðastliðin ár. Algengt er að hærra verð fáist fyrir ferskar sjávarafurðir heldur en frosnar. Íslensk hátæknifyrirtæki hafa undanfarið unnið náið með útgerðum og vinnslum í þeim tilgangi að bæta samkeppnisstöðu Íslands á hinum alþjóðlega markaði. Þetta verkefni var unnið í samstarfi við Völku ehf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í hátæknilausnum fyrir fiskiskip og vinnslur. Verkefnið var einnig unnið í samstarfi við Útgerðafélag Akureyringa (ÚA). Tilgangur verkefnisins var að meta hversu vel skurðarvél frá Völku gæti bestað virði afla út frá ýtarlegri upplýsingum um aflann en almennt þekkist í fiskvinnslum. Samanburðurinn miðar að því að rannsaka hvernig hagkvæmast sé að skera aflann út frá upplýsingum um hvert flak fyrir sig. Markmið verkefnisins er að greina hvernig má hámarka verðmæti í vinnslu á ferskum afla ásamt því að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum.
    Rannsóknarspurningar verkefnisins snúa annars vegar að því að greina ávinning á auknu upplýsingaflæði frá skipum og hins vegar hvernig hægt sé að hámarka verðmæti á löndunum.
    Niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að með ítarlegri upplýsingum og auknu upplýsingaflæði frá veiðum til landvinnslu sé hægt að hámarka verðmæti á löndunum frá ferskfisktogurum. Tvær mælingar voru framkvæmdar. Niðurstöður mælinganna tveggja eru áhugaverðar að því leyti að í fyrri mælingunni, Bestun án stærðarflokkunar, kemur bersýnilega fram að virði aflans eykst þegar hægt er að sýndar skera aflann með minni skorðum í vali afurða. Í seinni mælingunni, Bestun með stærðarflokkun, sýna niðurstöður að jafnvel þó virði aflans ykist á milli þess sem skorið var með og svo án takmarkana þá breyttist hlutfall bitategunda ekki mikið.

  • Útdráttur er á ensku

    The importance of export of fresh fish products has increased at the expense of frozen fish products. Usually it is possible to attain a higher price for fresh fish products compared to frozen. Recently, Icelandic high-tech companies have worked closely with fisheries and fishing productions to increase Iceland’s competitive status in the global market. This project was done in cooperation with Valka ehf, which specializes in hightech solutions for fish producers and fishing vessels. The project was also done in cooperation with Útgerðafélag Akureyringa (ÚA), a fisheries company in north Iceland. The purpose of this project was to evaluate how well the water-jet cutter from
    Valka can maximize value using information about the catch that is more thorough than under normal circumstances. The objective of this project was to assess how value can be maximized when producing fresh fish as well as answering the following research questions.
    The projects research questions seek to answer firstly, how much value is added with increased catch information from ships and secondly, how catch value can be maximized.
    The results indicate that with detailed information and increased information flow from ships to land production it is possible to maximize value from specific unloadings of fresh fish trawlers. Two methods were used. Firstly, Maximizing of value without size categories, showed that the catch value increases if the catch can be cut with less restrictions regarding available portions sizes than normally. Secondly,
    Maximizing of value with size categories, showed that while the value of a catch increased the ratio of different portion types did not alter greatly.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.05.2022.
Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hámörkun verðmæta í lotu ferskfisktogara - Guðjón Reynisson.pdf3.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna