Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33787
Verkefnið fjallar um endurhönnun millidekkja og innleiðingu ítarlegrar vélrænnar flokkunar afurða um borð í fiskveiðiskipum. Markmið verkefnisins er að greina mögulegan ávinning með SVÓT greiningu af því að færa ítarlega flokkun framar í virðiskeðjuna, þ.e.a.s. um borð í skipin.
Mikil þróunarvinna og tækniframfarir hafa átt sér stað undanfarin ár í fiskvinnslum sem og á öllum stigum virðiskeðjunnar fram að afhendingu vöru til viðskiptavinarins. Mikilvægt er að þróa millidekk skipa í átt að meiri sjálfvirkni og tryggja hámarks gæði hráefna. Verkefnið var unnið í samstarfi við Skinney-Þinganes hf. og Micro ehf.
--
Rannsóknarspurning verkefnisins var:
--
,,Hver er ávinningur af endurhönnun millidekkja og innleiðingu vélrænnar
hráefnisflokkunnar um borð í veiðiskipum hjá Skinney-Þinganes?”
--
Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að við ítarlega vélræna flokkun um borð í fiskveiðiskipi næst ávinningur með eftirfarandi þáttum:
--
a. Hægt að hefja markaðsstarf strax og fyrsti fiskur er unninn
b. Öruggari og traustari markaðssetning
c. Aukið afhendingaröryggi
d. Byggja upp traustara samband við viðskiptavini
e. Upplýsingarflæði til útgerðar eykst
f. Stjórnun fiskveiða verður skilvirkari en ella
g. Bætt aflameðferð og vinnuhagræðing fyrir sjómenn
--
Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós, við að hafa FIFO (first in first out) blæðingakerfi má tryggja að allur fiskur fái sama blæðingatíma (15 mínútur). Með ítarlegum vélrænum hráefnisflokkara (batch system) má tryggja að hver og einn flokkur fái þann tíma sem til þarf að ná viðunandi hitastigi (-1°C).
--
Lykilorð: ísfisktogari, stærðarflokkun, upplýsingaflæði, ávinningur, gæði
This project is about deck design and the implementation of mechanical size grading
systems on board fishing vessels. The projects aim is to evaluate possible benefits with
SWOT analysis by introducing a size grading system on board ships. Recent years
many developments and technological advances have been made in fish factory, along
with all other stages up to the delivery of the product to the customer.
It is important to develop processing decks on board ships with greater automation to
ensure maximum quality of products. The project was made in cooperation with
Skinney-Þinganes hf. and Micro ehf.
The projects research question was:
,,What are the benefits of mechanical size grading systems
on board Skinney-Þinganes fishing vessels?”
The results of this project showed that with a mechanical size grading on board a fishing
vessel a company could benefit with the following:
a. Marketing can start immediately after the first fish goes through the machine
b. Safer and more reliable marketing
c. Safer delivery
d. Stronger customer relationship
e. Fishing company will be more informed
f. Fishing supervision will be more efficient
g. Improved catch handling and work methods for fishermen
The results also showed that having a FIFO (first in first out) bleeding system ensures
that each and every fish receives the same bleeding time (15 minutes). With a batch
system it can be ensured that each batch gets the time needed to reach the right
temperature (-1°C).
Keywords: fresh fish trawler, size grading, flow of information, gain, quality
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni til B.Sc í Sjávarútvegsfræði 1029_Andri Snær Þorsteinsson.pdf | 13,98 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
ha_grunnam_vidskipta_fjolublatt_2015 2.pdf | 78,77 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |