Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33790
Markmið rannsóknarinnar er að skoða notkun Markaðsstofu Vestfjarða og
ferðaþjónustufyrirtækja á Vestfjörðum á samfélagsmiðlum og notendasköpuðu
efni og hvernig verið er að nýta hvoru tveggja til markaðssetningar á
Vestfjörðum sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Farið er ítarlega í
rafrænt umtal og notendaskapað efni og hvernig það getur haft áhrif á
ákvarðanatöku ferðamanna og hvernig fyrirtæki í ferðaþjónustu upplifa að
neytendur séu að afla sér upplýsinga um Vestfirði sem áfangastað. Hversu vel
upplýstir eru ferðamenn við komuna hingað og hafa umsagnir á vefsíðum
fyrirtækja og annarsstaðar á netinu áhrif á val þeirra á viðkomu og gististöðum?
Farið er yfir kaupferli neytenda og hvernig starfi markaðsstofu Vestfjarða er
háttað á samfélagsmiðlum. Stiklað er á stóru um Instagram, ferðablogg,
áhrifavalda, kostaða umfjöllun, upplifunarhagkerfið og markaðssetningu svæða.
Rannsóknin byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum, tekin voru sex viðtöl
við aðila í ferðaþjónustu og markaðssetningu á Vestfjörðum í mars 2019.
Viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki út frá reynslu þeirra af
markaðsstörfum eða ferðaþjónstu á Vestfjörðum.Viðtölin voru hálfstöðluð og
notast var við opnar spurningar. Viðtölunum var ætlað að varpa ljósi á hvernig
verið er að nýta notendaskapað efni og samfélagsmiðla þegar kemur að
markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastaðar.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að þegar kemur að markaðssetningu Vestfjarða
sem áfangastaðar spilar notendaskapað efni ásamt samfélagsmiðlum stórt
hlutverk. Fyrirtæki og Markaðsstofa Vestfjarða nýta sér hvoru tveggja til að
gera Vestfirði sýnilegri ásamt því að styrkja stöðu sína gagnvart neytendum.
Lykilorð: Markaðssetning, samfélagsmiðlar, notendaskapað efni,
upplifunarhagkerfið, kaupferli neytendans, ferðaþjónusta.
This thesis is is meant to discuss how user genereted content (UGC) and social
media is being used in marketing the Westfjords of Iceland as a destination for
tourists. How the marketing agency of Westfjords and travel companies in the
area are using UGC and social media in their marketing strategies. How the
buyers decision process and the strategies being used reflect on each other.
UGC, electronic word of mouth (eWOM) and the power of social media are
discussed as well as influencers, Instagram, travel bloggers, the experience
economy and the marketing of areas.
The thesis is based on qualitative research, six interviews took place in march
2019. The responders are employees from travel companies and the marketing
agency. The responders were chosen by purposive sampling based on their
experience in the travel and marketing industry in the Westfjords.
After analyzing the interviews the main conclusion was that UGC and social
media play a huge role in the marketing of the Westfjords as a destination for
tourists. The travel companies and the marketing agency are using UGC and
social media mainly in two ways, first to make the Westfjords and its qualities
more visable to potential guests and second to reinforce their position toward
their costumers.
Key terms: Marketing, social media marketing, user generated content, tourism,
the buyer decision process.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni BS - Andrea Gylfadóttir.pdf | 553.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |