is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33793

Titill: 
  • Áhrif fiskpeptíða á upptöku kalsíum í Caco-2 frumumódeli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um hvort að fiskpeptíð hafi áhrif á upptöku kalsíum í meltingarvegi og er verkefnið unnið í samstarfi við líftæknifyrirtækið PROTIS ehf á Sauðárkróki.
    Skortur á inntöku ýmissa næringarefna, líkt og kalsíum, fer vaxandi í heiminum og þá einkum á undanförnum árum. Einangrað fiskprótein er vinsælt fæðubótarefni og hafa þar einkum fiskprótein hýdrólýsöt sýnt fram á virkni til bindingar á kalsíum úr fæðu. Vinnsla lífvirkra efna úr sjávarlífverum hefur aukist þar sem þær framleiða oft sérhæfðari og áhrifaríkari sameindir en þær lífverur sem lifa á landi. Einkum er þetta vinnsla úr hliðarafurðum með líftæknilegum aðferðum og hafa rannsóknir sýnt að neysla próteins hafi jákvæð áhrif á upptöku kalks í meltingarvegi. Megin markmið þessarar rannsóknar var að athuga ef aukning yrði á upptöku kalsíum í frumumódeli að viðbættum ákveðnum fiskpeptíðum sem fengin voru frá PROTIS ehf. Í verkefninu voru þrjár fiskpróteinafleiður rannsakaðar og Caco-2 frumumódel notað til athugunar á gegndræpi þeirra með og án kalsíum.
    Helstu niðurstöður tilraunarinnar sýna að afleiður fiskpróteinanna búa yfir bindivirkni og að samsetning þeirra skiptir þar máli. Þær bjuggu einnig yfir talsverðri andoxandi virkni en mældist þó hæfileiki þeirra til járnbindingar meiri og skipti þar samsetning afleiðanna einnig máli. Stakar niðurstöður reyndust þó ekki marktækar og hefði mátt endurtaka ákveðnar prófanir til að ná fram marktækum gildum. Caco-2 frumurnar voru þægilegar í ræktun og sýndu háan lífvænleika í öllum prófunum. TEER gildi komu einnig vel út, bæði við mælingar fyrir og eftir Lucifer Yellow próf og fyrir og eftir kalsíum próf. Höfundur áætlar að þær fiskpróteinafleiður sem PROTIS ehf er að vinna með búi yfir miklum möguleikum og að nota megi þær til áframhaldandi rannsókna og að lokum til framleiðslu og manneldis.
    Lykilorð: Caco-2 frumumódel, fiskpróteinafleiður, kalsíum, andoxun

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the project was to exam and see if sertain fishpeptides influences the uptake of kalsium in the human body and was carried out in cooperation with the biotechnology company PROTIS ehf, located in Sauðárkrókur.
    The deficiency of various nutritive elements, such as calsium, is spreading around the world and particularly in resent years. Isolated fishprotein is videly used in making of food supstances and fishprotein hydrolases have shown the capability of binding calsium from ingested food. The production of biological compounds from marine organism has increased do to them often producing more specific and potent molecules than those who live on land. The production is mostly from by-products by biotechnological methods and research have shown that the consumption of protein has positive influence on the uptake of ingested calcium from food. The main objective of this study was to learn if sertain fishpeptides, obtained from PROTIS ehf, would help increase the uptake of calcium. Three fishprotein hydrolysates were used in the study along with Caco-2 cell model.
    The results of the study indicated that the fishprotein hydrolysates possess binding capabilities and the composition of the hydrolysates is important. The fishprotein hydrolysates also possessed some reducing powers but the study indicated their ability for metal chelating to be greater and that the composition of the hydrolysates was also important. Exceptional findings were not accountable and some of the essays could have been repeated to get significant results. The Caco-2 cell model was easy to work with and showed great viability. TEER values also turned out good, both before and after the Lucifer Yellow essay as well as before and after the calsium essay. It can be estimated from this study that the fishprotein hydrlysates that PROTIS ehf is working with obtain great potentials and they can be used for further studies and in the end, hopefully, for production and human nutrition.
    Keywords: Caco-2 cell model, fishprotein hydrolyse, calcium, antioxidant

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BScRitgerð.SesseljaSigurðardóttir.pdf1,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna