is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33798

Titill: 
 • Sótspor íslenska togaraflotans : olíunotkun togara fyrir hvert veitt kíló
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslenskur sjávarútvegur hefur þá ímynd að hann sé græn og sjálfbær atvinnugrein, enda er margt sem styður við það. Olíunotkun í sjávarútvegi hefur minnkað síðustu ár og dregið hefur mikið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skip eru hönnuð með bætta orkunýtingu í huga, veiðarfæri orðin léttari og orkunýtnari, hráefnisnýting aukist og afli minnkað. Sjávarútvegurinn er þó einn stærsti notandi eldsneytis hér á landi, en innlend olíunotkun fiskiskipa hefur verið um 150 þúsund tonn á ári síðustu ár.
  Í þessu verkefni er skoðuð olíunotkun ísfisktogarans Dala-Rafns og borið saman við gögn úr fyrri rannsóknum. Niðurstöður gefa til kynna að Dala-Rafn hafi notað 0,257 lítra af olíu fyrir hvert veitt kg á árunum 2016 og 2017. Ýmsar eldri rannsóknir og ritgerðir, bæði erlendar og innlendar, voru notaðar til að bera saman niðurstöður. Niðurstöður í þeim gögnum sem skoðuð voru áætluðu að olíunotkun togara væri frá 0,165 l/kg til 1,4 l/kg.
  Einnig eru gögn frá Hagstofunni greind til þess að meta hlutfall olíukostnaðar togaraflotans af heildar gjöldum. Síðustu ár hefur olíukostnaður verið um 10% af heildarkostnaði, en var nálægt 20% árin 2006 og 2007. Út frá olíukostnaði togaraflotans árin 2016 og 2017 og meðalverði á skipagasolíu og skipadísilolíu var síðan áætluð olíunotkun alls flotans fyrir hvert veitt kg. Áætluð notkun var 0,138 l/kg árið 2016 og 0,107 l/kg árið 2017. Aftur á móti má gera ráð fyrir því að togaraútgerðir séu með einhvern afslátt af olíu. Erfitt er að áætla hversu mikinn afslátt þær fá, en ef miðað er við 40% afslátt af listaverði reiknast út að árið 2016 hafi olíunotkun verið 0,230 l/kg og 0,178 l/kg árið 2017. Þær niðurstöður passa betur við öðrum niðurstöðum í verkefninu.
  Fyrirséður skortur á jarðefnaeldsneyti og aukin losun gróðurhúsalofttegunda af völdum jarðefnaeldsneytis gera lífdísil að eftirsóknarverðu eldsneyti. Við bruna á einu tonni af lífdísil úr repjuolíu losna þrjú tonn af CO2 út í andrúmsloftið, eða helmingi minna en jurtin bindur við ræktun. Aukin innlend framleiðsla og notkun á lífdísli myndu því stuðla að orkuöryggi, gjaldeyrissparnaði, hreinna lofti og öðrum jákvæðum umhverfisáhrifum.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic fishing industry has the image of being a sustainable industry. Oil consumption has decreased lately and the emission of GHG has been reduced. Vessels are now built with fuel efficiency in mind, fishing gear is lighter, material utilization is better, and less catch is landed. However, the fishing industry is still one of the largest oil consumers in Iceland. For the past five years, the fishing fleet has used about 150 thousand tons per year.
  In this paper, oil consumption of the fishing vessel Dala-Rafn is analyzed and compared to earlier literature. Results suggest that the vessel used 0,257 liter oil per kg catch for the years 2016 and 2017. Early literature used for comparison suggested oil consumption ranged from 0,165 l/kg to 1,4 l/kg.
  Data from Statistic Iceland is also analyzed to estimate the oil cost proportion of the total cost. For the last few years, oil cost has been around 10% of the total cost but was about 20% a decade ago. The trawlers’ fleet oil cost in 2016 and 2017 and the average price oil was then used to estimate oil consumption for the trawler fleet. Estimated use was 0,138 l/kg in 2016 and 0,107 l/kg 2017.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.05.2020.
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá.pdf117.96 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Kápa.pdf46 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Sótspor íslenska togaraflotans - Rafn Erlingsson 2019.pdf866.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna