is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/338

Titill: 
  • Samtvinnuð þekking og blekking eru töfrar lífs og listar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með þessari ritgerð er ég að reyna að kanna hver sé meginmunurinn á vinnu við gerð verkefna í myndmenntakennslu ef unnið er upp úr hugmyndafræði DBAE („fagmiðaðri myndmenntakennslu“) annars vegar og hins vegar þeirri hugmyndafræði sem birtist í Aðalnámskrá grunnskóla hér á Íslandi? Hvað er DBAE og er íslenska Aðalnámskráin í raun unnin í samræmi við hugmyndafræði DBAE eða er einhver munur þarna á milli og hver er þá sá munur? Þessum spurningum leita ég meðal annars svara við.
    Ég kynni íslensku námskrána og einnig hugmyndafræði DBAE. Hvaða myndlistaþætti hvor um sig er að leggja áherslu á í kennslu, hvernig áhersluatriðin eru byggð upp hjá hvorri hugmyndafræði fyrir sig og svo hvernig hvor um sig styður við gerð verkefna og aðstoðar við skipulagningu á vinnu kennara og nemenda. Síðan ber ég þetta allt saman, með því að setja upp lýsingu á hefðbundinni kennslu annars vegar, samkvæmt því viðhorfi myndmenntakennara hérlendis til myndlistakennslu sem virðist einkenna umgengni þeirra við íslensku Aðalnámskrána, og hins vegar samkvæmt DBAE.
    Ég kemst að þeirri niðurstöðu að það séu ekki nógu margar andstæður milli DBAE og íslensku Aðalnámskrárinnar til þess að vert sé að velta fyrir sér hvor henti betur hinum íslensku aðstæðum og íslenska samfélagi þegar upp er staðið. Báðar virðast þær skila vel frá sér þeim þáttum í myndlistakennslu sem þær leggja mesta áherslu á. Samt sem áður tel ég að fagmiðuð myndlistakennsla komi til með að koma listasögunni, innan okkar eigin og annarra menningarheima, skipulegar til skila við nemendur en hefðbundin myndlistakennsla. Þá álykta ég að skipulegri listheimspeki og aðferðafræðigrunnur liggi að baki DBAE en íslensku Aðalnámskránni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samspil.pdf339.25 kBTakmarkaðurSamtvinnuð þekking og blekking eru töfrar lífs og listar - heildPDF
samspil_e.pdf70.65 kBOpinnSamtvinnuð þekking og blekking eru töfrar lífs og listar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
samspil_h.pdf99.23 kBOpinnSamtvinnuð þekking og blekking eru töfrar lífs og listar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
samspil_u.pdf65.12 kBOpinnSamtvinnuð þekking og blekking eru töfrar lífs og listar - útdrátturPDFSkoða/Opna