is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33801

Titill: 
 • Körfuknattleikur kvenna og fjölmiðlar : rannsókn á mikilvægi fyrirmynda og sýnileika kveníþrótta í fjölmiðlum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er byggð á niðurstöðum úr rannsókn þar sem rannsóknarspurningin var hver eru áhrif kvenkyns fyrirmynda og sýnileika þeirra í fjölmiðlum á áhuga yngri iðkenda í körfuknattleik? Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort hlutur kvenna í fjölmiðlum sé að lagast með árunum. Einnig hversu mikilvægar fyrirmyndir eru fyrir samfélagið og þá allra helst ungar íþróttakonur. Körfuknattleikur varð fyrir valinu sem rannsóknarefni þar vegna aukinna vinsælda íþróttarinnar. Karlar hafa verið í meirihluta í körfuknattleik framan af en aukning hefur verið á kvenkynsliðum á efsta stigi íþróttarinnar síðustu ár. Áhugi höfundar á körfuknattleik skemmdi þá ekki fyrir og körfuknattleikur var valinn til að rannsaka sýnileika kveníþrótta í fjölmiðlum. Að lokum var skoðað hvort fjölmiðlar sinni sínu hlutverki í að kynna fyrirmyndir fyrir samfélaginu, með umfjöllun um konur eða gerðir kvenna á miðlum sínum. Niðurstöður sýndu að kynjamismunum er enn þá í fjölmiðlum þar sem konur eru í minnihluta á öllum sviðum fréttaflutnings. Sýnileiki kveníþrótta þykir ekki nægilegur en hefur farið batnandi á síðustu árum.
  Barátta jafnréttismála hefur verið mikil undanfarin ár og hlutverk fjölmiðla í samfélaginu gefur þeim mikilvægt hlutverk í að sýna jafnan rétt kynjanna. Fjölmiðlar hafa ekki einungis tækifæri til að jafna kynjahlutfall hjá sér heldur til að berjast fyrir jafnara kynjahlutfalli í atvinnu með hærri samfélagsgildi. Með sýnileika kvenna í stjórnarstöðum í miðlum eða kvenna yfir höfuð má minnka kynjamismunum á ýmsum sviðum og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum.
  Lykilhugtök: Konur Fjölmiðlar Íþróttir Fyrirmyndir

 • Útdráttur er á ensku

  A look at the important role media plays in portraying role models for young athletes. The main focus of this research is to estimate whether media is meeting the standard of young female basketball players in presenting women’s basketball on the same level as men’s basketball. The main focus was to look at how well media is acting in their role in society in presenting possible role models both female and male for young athletes. Basketball was chosen as the sport to research due to it’s growing popularity in Iceland, with it still being a male dominant sport. Results showed that female media presence is overall not were it should be. Women are underrepresented in not only sports coverage but generally in all media coverage. Female media presence has grown in recent years as results of other global studies have shown but there is still gender inequality in media.
  The fight for gender equality has been growing in recent years. Media’s role in society gives media a unique opportunity to show women in stereotypical male roles, erasing the old ideas that women can not to a man’s job. Media does therefore not only have the opportunity to equalize gender in media presence but to affect the gender equalizing in other aspects of society.
  Key Words: Women Media Sports Role Models

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Körfuknattleikur kvenna og fjölmiðlar .pdf254.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna