is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33802

Titill: 
  • Kælingaráhrif lögbanns á fjölmiðla : stuðlar möguleikinn á lögbanni á umfjöllun fjölmiðla að sjálfsritskoðun blaðamanna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar lögbann var lagt á Stundina og Reykjavík Media skapaðist mikil umræða í samfélaginu um hvort að stjórnsýsluvald og gjaldþrota bankastofnanir geti sett lögbann á umfjöllun fjölmiðla. Lögbannið stóð í næstum tvö ár með tilheyrandi lagaferli í gegnum öll þrjú dómstig landsins. Stóra spurningin er hins vegar hvort lögbannið eins og það var rekið geti smitað út frá sér og valdið kælingaráhrifum á blaðamenn sem ýti svo undir sjálfsritskoðun þeirra. Í þessari rannsókn var leitað svara hjá ritstjórum Stundarinnar og Reykjavík Media sem áttu hlut að máli og þeir fengnir til að svara þeirri spurningu. Leitað er eftir hvernig sjálfsritskoðun birtist víðar í heiminum t.d. í Mexíkó og í Bandaríkjunum. Rætt er hvernig sjálfsritskoðun í þeim löndum tengist íslenskum fjölmiðlum og hvernig sjálfsritskoðun birtist í þeim. Megin niðurstöður sýna að lögbann getur haft kælingaráhrif á blaðamenn, sem birtist með sjálfsritskoðun. Lögbannið gæti hins vegar haft víðtækari áhrif á heimildarmenn sem gætu ákveðið að sitja á efni, frekar en að koma fram með það vegna hræðslu um að þeir verði nafngreindir. Annað sem kom fram var að lögfræðikostnaður við lögbannsmál af þessu tagi geti haft mikil áhrif á ritstjórnir hvaða fjölmiðils sem er vegna mikils kostnaðar við lögfræðiferlið.
    Efnisorð: Lögbann, sjálfsritskoðun, blaðamennska, fjölmiðlar.

  • Útdráttur er á ensku

    When the injunction was laid upon Stundin and Reykjavík media, it caused a lot of debate in society over whether or not the administrative authority and a bankrupt bank institution could put an injunction on the media. The injunction lasted for almost two years, with the related legal process going through all the courts of Iceland. The big question is whether the injunction, as it was administered, could affect other journalists and cause a cooling effect which leads to self-censorship. For this paper, interviews were conducted with two of the editors of Stundin and Reykjavík Media. The paper also focuses on how self-censorship manifests in other countries, for example in Mexico and in the United States of America. It discusses how self-censorship in those countries connects to the Icelandic media and how self-censorship appears in Iceland. The main conclusion is that the injunction definitely can cause a cooling effect on journalists in the form of self-censorship. The injunction could also have a wider affect on sources which could become afraid of coming forth with material because they may fear their anonymity might be compromised. The legal bill of the injuncton with cases like this could affect any editors on any media with the high legal costs of going to court.
    Keywords: Injunction, self-censorship, journalism, media.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kælingaráhrif lögbanns á fjölmiðla.pdf305.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna