is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33808

Titill: 
 • Að ná því að vera „sáttur í eigin skinni“ : reynsla einstaklinga með geðrænan vanda af bjargráðum og bata
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Geðrænir sjúkdómar eru gríðarstór vandi, bæði á heimsvísu sem og hér á landi, og er byrðin á einstaklinginn sem og samfélagið mikil. Lífeðlisfræðilega módelið hefur verið hið ríkjandi módel þegar horft er á geðrænan vanda. Háværar kröfur eru þó um að sýnin sé færð nær samþættri nálgun.
  Tilgangur rannsóknar: Megintilgangur rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í hvaða bjargráð einstaklingar með geðrænan vanda nota til að stuðla að og viðhalda bata. Einnig var horft til viðhorfa þeirra á batahugtakið.
  Aðferðafræði: Notuð var eigindleg, fyrirbærafræðileg aðferð, nánar tiltekið Vancouver skólinn. Tekið var tilgangsúrtak, einstaklingar með geðrænan vanda hverskonar. Gangasöfnun fór fram í gegnum hálfstöðluð djúpviðtöl og var eitt viðtal tekið við hvern þátttakanda. Þátttakendur voru 17 talsins, 10 karlar og 7 konur, á aldrinum 27 - 64 ára, meðalaldur 41 ár.
  Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar, að ná því að vera „sáttur í eigin skinni“, er lýsandi fyrir það hugarfar sem flestir þátttakenda leituðust við að ná fram á batavegferð sinni. Bataferlið var misjafnt þeirra á milli, en bjargráðin voru þar samofin. Það að vera virkur þátttakandi í lífinu var eitthvað sem flestir tóku þar fram. Einnig nefndu þátttakendur að það að hafa jákvætt viðhorf og jafnvægi í tilfinningalífi og á einkennum hefði með bata að gera. Þátttakendur greindu frá fjölbreyttum bjargráðum, en þau sem helst stóðu upp úr voru stuðningur, lyf, að halda virkni og taka ábyrgð, að halda í jákvæð og uppbyggjandi viðhorf, fræðast um veikindin og úrlausnir og hafa drauma og markmið til að stefna á, sem og von.
  Ályktun: Bjargráð einstaklinga með geðrænan vanda eru fjölbreytt og bataferlið er einstaklingsbundið. Geðheilbrigðiskerfið þarf að mæta einstaklingum með geðrænan vanda með samþættri nálgun í þjónustu, þar sem notendur hafa vægi í ákvarðanatöku og lausnaleit við vanda sínum.
  Lykilhugtök: Geðrænn vandi, bataferlið, bjargráð, samþætt nálgun, sjálfssátt.

 • Útdráttur er á ensku

  Research background: Mental illness is a worldwide problem and its burden is considerable, both on societies and the individual. The biomedical model has been dominant. Loud voices have begun to demand a different outlook on mental illness, an integrative outlook.
  Purpose: The purpose of this study was to gain insight into what resources individuals with self-identified mental illness use on their way to, and in, recovery. Also to gain insight on their view on the recovery concept.
  Method: A qualitative method, based on the Vancouver School of phenomenology, was used to conduct this research. Purposive sampling was gathered, 17 individuals with mental illness, ten women and seven men, age-range 27-64, mean age 41.
  Results: The main theme of the study, reaching „self-acceptance“, was descriptive of the outlook most participants tried to obtain on their road to recovery. The recovery process was different between participants, but to be active in life was mentioned by most of them. Also participants viewed that having a possitive outlook was important and also reaching stability when it came to emotions and symptoms.
  Participants resources were diverse. They were support, medication, being active and taking responsibility, having a positive and constructive outlook, learning about mental illness and resources, having dreams and goals, and having hope.
  Conclusions: Recovery from mental illness is an individualized process. Individuals with mental illness have many different resources. The mental health system has to have an integrative approach when servicing individuals with mental illness, where service users perspectives are taken into account.
  Keywords: Mental illness, recovery, resources, integrative approach, self-acceptance.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 18.12.2019.
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistaraverkefni.lokaskil.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna