is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33810

Titill: 
  • Mikilvægi leiðtogahæfni knattspyrnustjóra : hvaða leiðtogafærni búa árangursríkir knattspyrnustjórar yfir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að greina frá helstu hugmyndum fræðimanna um leiðtogahlutverkið og skoða hvaða leiðtogafærni árangursríkir knattspyrnuþjálfarar búa yfir. Rætt er við fjóra knattspyrnuþjálfara sem allir hafa náð frammúrskarandi árangri við þjálfun knattspyrnuliða og þeir spurði hvernig þjálfari geti leitt lið sitt til sigurs. Beitt er eigindlegri rannsóknaraðferð og tekin hálfopin viðtöl við þjálfarana fjóra. Að mati viðmælenda eru lykilforsendur árangurs þær að þjálfarinn njóti stuðnings leikmanna og honum takist að byggja upp sterka og öfluga liðsheild sem leggur allt í sölurnar til að gera metnaðarfulla framtíðarsýn að veruleika. Hvort tveggja grundvallast á trausti. Til þess að ná slíkum árangri þarf þjálfarinn að búa yfir tilfinningagreind og hafa skilning á samskiptaþörfum leikmanna. Hann þarf að geta beitt ólíkum leiðtogastílum eftir aðstæðum hverju sinni og vera meðvitaður um að valdboð og skipandi stjórnunarhættir eru á undanhaldi. Þjálfarinn þarf því að búa yfir leiðtogahæfni en hann þarf einnig að geta skipulagt og stýrt starfi liðsins og komið jöfnum höndum fram sem leiðtogi og stjórnandi. Þá er mikilvægt fyrir þjálfarann að njóta stuðnings stjórnar og að starfsemi félagsliðsins einkennist af vönduðum stjórnarháttum en á þeim vettvangi eru vaxtartækifæri hjá flestum íslenskum félagsliðum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalskjal 3.3.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna