is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33812

Titill: 
 • Þróun kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi frá árunum 2000 – 2003 og 2014 – 2017 : samanburðarrannsókn : unnið upp úr gögnum frá Barnahúsi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi tekur til 748 barna á aldrinum þriggja og hálfs árs til 18 ára. Börnin komu í Barnahús vegna gruns um kynferðisofbeldi á árunum 2000 – 2003 og 2014 – 2017 og greindu frá kynferðisofbeldi í könnunarviðtali eða skýrslutöku. Rannsóknin var unnin í Barnahúsi með leyfi Barnahúss, Barnaverndarstofu og Persónuverndar. Markmið hennar var að skoða hvort breyting hefðu orðið á kynferðisbrotum gegn börnum sem hafa sótt þjónustu til Barnahúss á síðustu 17 árum.Grunnbreytur um þolendur og gerendur, alvarleikastig, tíðni brota og meðferðir innan Barnahúss voru breytur sem fengnar voru upp úr gagnasafni Barnahúss. Notast var við Kí-kvaðrat próf við úrvinnslu gagnanna. Rannsóknarspurningarnar voru svohljóðandi: Hvernig hefur þolendahópurinn þróast? Hvernig hefur gerandahópurinn þróast? Er breyting á alvarleikastigi brotanna og tíðni þeirra? Tengsl geranda við þolanda, hafa þau breyst á þessum árum? Niðurstöðurnar sýndu að töluverðar breytingar hafa orðið á fjölda þolenda sem hefur tvöfaldast, fjölgun var á eldri þolendum og rúmlega tvöföld aukning var á drengjum. Einnig mátti sjá breytingu á gerendum þar sem mikil fjölgun var í aldurshópi 15 – 29 ára. Alvarleikastig kynferðisofbeldis hefur ekki breyst milli tímabilanna. Þrátt fyrir aukningu tilvika á milli tímabila. Hlutfall þolenda sem kynntust gerendum á internetinu hefur hækkað um 10% og greiningar og meðferðir sem fóru fram í Barnahúsi hafa tæplega tvöfaldast.
  Lykilorð: kynferðisofbeldi, börn, unglingar, þolendur, gerendur, samanburður.

 • Útdráttur er á ensku

  This research is based on data from 748 children ageing from 3,5 years to 18 years. The children came to Children’s House on the grounds of suspicion of child abuse during the time period of 2000 - 2003 and 2014 - 2017 and disclosed about sexual abuse during interviews or hearings. The research was done at Children’s House with consent from Children’s House, Child Protection Committee and Data Protection Authority. The aim was to see if there had been a change in child abuse to the clients of Children’s House over the last 17 years. The primary parameters for victims, perpetrators, severity, frequency of violation and treatment at Children’s House were taken from the database at Children’s House. Chi-squared testing was used to process the data. The hypothesis generated was: How has the group of victims developed? How has the group of perpetrators developed? Is there change in the severity of the violations and their frequency? The relationships between perpetrators and victims, have they changed during this time? The main findings show considerable changes in the numbers of victims that have doubled, there was increase in older victims and roughly double increase of male victims. Perpetrators showed considerable increase in the age group 15 – 29. The severity of the violations has not changed between the time periods. In spite of increase in cases between the periods. The rate for victims that met the perpetrators on the internet has increased by 10% and diagnosis and treatments that were conducted at Children‘s House have almost doubled.
  Keywords: Sexualabuse, Children, Adolescents, Victims, Comparison

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
johannagudgeirsdottir_Þroun kynferðisofbeldis gegn bornum.pdf522.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna