is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33815

Titill: 
  • Einn á vakt, alltaf á vakt : áskoranir og bjargráð lögreglumanna í dreifbýli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að greina helstu áskoranir (e. challenges) og bjargráð (e. coping strategies) lögreglu í dreifbýli (e. rural policing) á Íslandi, þ.e.a.s. í lögregluumdæmum utan höfuðborgarsvæðisins. Lögregla er jafn mikilvæg í þéttbýli sem og í dreifbýli, en Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og þriðjungur landsmanna býr utan höfuðborgarsvæðisins. Veruleiki lögreglumanna mótast af margbreytilegu byggðarlagi en lítill hljómgrunnur hefur þó verið fyrir þeim áskorunum sem landsbyggðalögreglan stendur frammi fyrir. Enn fremur er lítil fræðileg þekking fyrir hendi um þá sérstöku kunnáttu og hæfni sem lögreglustarf í dreifbýli og fámennu þéttbýli krefst. Í ljósi þessa var tilgangurinn með þessari rannsóknarritgerð að dýpka skilning okkar á helstu áskorunum og bjargráðum lögreglu í dreifbýli á Íslandi. Í þessari rannsókn var notast við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin voru sex viðtöl við lögreglumenn með að minnsta kosti tíu ára starfsreynslu í lögreglunni sem störfuðu eða hafa starfað í dreifbýli. Viðmælendurnir voru spurðir ítarlega út í starf þeirra hjá lögreglunni, sérstaklega þeim hluta sem tengdist reynslu þeirra af lögreglustarfi í dreifbýli. Leitast var bæði eftir upplýsingum um almennt starf þeirra, helstu áskoranir þeirra og hvaða bjargráð þeir notuðust við til að mæta umræddum áskorunum. Niðurstöður okkar voru í samræmi við erlendar rannsóknir á lögreglumönnum í dreifbýli. Fyrir það fyrsta fannst lögreglumönnum það oft og tíðum mikil áskorun að starfa einir á vakt og sjá um stór landsvæði. Einnig töluðu þeir um að langar vegalengdir væru krefjandi m.t.t. forgangsaksturs, langs viðbragðstíma og að langt væri í næstu aðstoð. Lögreglumennirnir töluðu um að erfiðara væri að aðgreina einkalíf frá starfinu í dreifbýli, heldur en í þéttbýli. Einnig upplifðu þeir sig alltaf á vakt þar sem almenningur leitaði frjálst til þeirra hvort sem þeir væru á vakt eða ekki. Meðal helstu bjargráða lögreglumanna var að nýta sér umhverfið og aðstoð almennings. Þá voru viðmælendurnir samhljóma um að þeirra helsta bjargráð væri að beita öðruvísi nálgun við löggæslu en í þéttbýli, þ.e.a.s. að leggja meiri áherslu á samtal og „samningaviðræður“ og minni á þvingun (sbr. „mjúka löggæslu“).
    Lykilorð: Lögregla, dreifbýli, áskoranir, bjargráð

  • Útdráttur er á ensku

    The goal in this thesis was to analyze the main challenges and corresponding coping strategies of police officers in rural areas in Iceland, specifically, police officers that work outside of the capital area. Law enforcement is just as important in rural areas as it is in urban areas. Iceland is one of the most sparsely populated countries in the world and a third of the Icelandic population lives outside of the capital area. The work of police officers is shaped by community structures of the natural environment, yet the specific challenges of rural police officers fall on deaf ears among law makers. Little research also exists on the specialized tasks and challenges that police working in rural areas is faced with. In light of this, the main focus of this study was to enhance our understanding of the main challenges and coping strategies of police officers in rural areas in Iceland. In this research we used qualitative methods and interviewed six individuals with at least ten years work experience in the police and worked or had worked in rural areas. The interviewees were asked about their jobs as police officers, especially the experience of policing while overseeing rural areas. The main focus was about their biggest challenges and what coping strategies they used. Our results are consistent with previous research on rural policing. First of all, our interviewees thought it was challenging to be alone on duty and having to cover vast areas. They also talked about the great distances they had to travel when going on calls, which resulted in longer response time and also longer time for backup to arrive. The interviewees talked about the fact that it could be more difficult to separate their private lives from work in rural areas, rather than in urban areas. They were always on duty, as the public freely sought out to them even if they were not on duty. One of the main coping strategies for police officers in rural areas is to use the environment to one’s advantage and get help from the public. Our interviewees were also in agreement that a different approach to policing was required in rural areas as compared to urban areas. Rural policing demands more dialogue and negotiation with individuals and the community and less use of force in order to ensure the least amount of resistance (i.e. soft policing).
    Keywords: Police, rural, challanges, resorts.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einn á vakt, alltaf á vakt - PDF.pdf527.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna