is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33818

Titill: 
 • "Það er svo mismunandi hvaða stuðning við þurfum" : reynsla foreldra af stuðningi í kjölfar þess að missa barn í sjálfsvígi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur. Sjálfsvíg eru alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og árlega falla um 800.000 einstaklingar í öllum aldurshópum fyrir eigin hendi og tilraun til sjálfsvígs er stærsti áhættuþátturinn fyrir sjálfsvígi. Sjálfsvíg eru jafnframt önnur algengasta dánarorsök einstaklinga í aldurshópnum 15-29 ára. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra af stuðningi í kjölfar þess að missa barn í sjálfsvígi.
  Aðferðafræði. Í rannsókninni var notast við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Tekin voru samtals 13 djúpviðtöl við tíu foreldra sem höfðu misst barn í sjálfsvígi, átta viðtöl við mæður, fimm viðtöl við báða foreldra þar sem þau voru saman í viðtali. Börn þátttakenda voru á aldrinum 17-37 ára þegar þau létust og árafjöldi frá andláti var 3-24 ár.
  Niðurstöður. Helstu niðurstöður sýna að ríkjandi skortur reyndist á stuðningi við foreldrana. Sorgarúrvinnsla hjá foreldrunum reyndist langhlaup. Áfallið var mikið og flóknar tilfinningar eins og sektarkennd og sjálfsásakanir voru til staðar. Afleiðingar áfallsins komu mikið niður á andlegri- og líkamlegri heilsu foreldra. Úrræði voru af misjöfnum toga og mikið undir foreldrunum sjálfum að sækja sér aðstoð ef sáluhjálp brást eða þegar frá leið áfallinu. Þátttakendur stóðu alfarið að öllum kostnaði við meðferðir og úrræði sjálf og lítið reyndist í boði fyrir þennan útsetta hóp. Þátttakendur voru allir á sama máli varðandi væntingar um þjónustu þessu tengdu og myndu öll vilja sjá fastskorðaða verkferla í stuðningi við eftirlifendur. Flestum fannst þjónustan eiga að tilheyra heilbrigðiskerfinu og gagnrýndu mjög áhugaleysi heilbrigðisþjónustunnar.
  Ályktanir. Rannsakandi ályktar að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega á landsbyggðinni, og þangað á fólk að geta leitað þjónustu og handleiðslu í sorgarferli líkt og skyndilegum dauðsföllum ástvina sem og öðrum áföllum. Heilsugæslan þarf að hafa úrræði og vinnuferla tengt sálrænum stuðningi við aðstandendur og það er ennfremur ályktun rannsakanda að einstaklingar í þessum aðstæðum þurfi einhvern sem leiðir þá áfram í gegnum sorgina, býður fram aðstoð og upplýsingar um úrræði.
  Lykilorð: að missa barn í sjálfsvígi; skortur á stuðningi í kjölfar áfalls; langvarandi djúp sorg; hlutverk heilsugæslunnar; fyrirbærafræðileg rannsókn.

 • Útdráttur er á ensku

  Background. Suicide is a global health problem and it is estimated that every year around 800.000 individuals from all age groups fall for their own hand. A suicide attempt is the biggest risk factor for committing a suicide and suicide is furthermore the second most common cause of death in 15-29 year-olds. The purpose of this study was to explore parents’ experience of support after loosing their child to suicide.
  Method. In this study the Vancouver-School of Doing Phenomenology was used. Thirteen interviews where conducted with ten parents who lost their child to suicide; eight interviews with mothers and five interviews with both parents where parents where interviewed together. The participants’ children were in the ages of 17-37 when they committed suicide and 3-24 years had passed since then.
  Results. There was a great lack of support for the parents. The grieving process was a long-term project, the shock is enormous and complex feelings like guilt and self-accusations were common. At the same time, the trauma greatly affected the mental and physical health of the parents. Resources were scarce and it was up to the parents themselves to seek help if support failed. Furthermore, the participants had to bear all the costs of treatments and other resources themselves. All the participants had the same expectations regarding services related to the subject and emphasized that there should be certain procedures regarding support for those who had lost a person dear to them to suicide. Most participants thought that this kind of service should belong to the health care system and they strongly criticized its lack of interest.
  Conclusions. Health Care Centers are often the first place to go to for support and guidance in a grieving process following a sudden loss or other trauma, especially in rural areas. Therefore, the Health Care Centers need to have resources and procedures regarding psychological support for those who are grieving and it is the researcher‘s opinion that individuals in circumstances like these need someone who offers assistance and guides them through the grief.
  Keywords: loosing a child to suicide; lack of support following psychological trauma; prolonged grief; the role of the health care system; phenomenological research.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
25 04 2019 Elín Árdís Meistararitgerð.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna