Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33821
The Hveragerdi geothermal field is located 40 km South-East of Reykjavik, Iceland. The field is on the eastern margin of the Western Rift Zone and on the western end of the South Iceland Seismic Zone. North-East of the field is the Hengill Area, where the Hellisheidi and Nesjavellir geothermal power plants are located. The geothermal field has been used for district heating since the 1920s and in 1952 the Hveragerdi municipality district heating utility was established, thus becoming one of the first district heating utility in Iceland. With the rapid population and industry growth in and around the municipality of Hveragerdi, the need for stable thermal power has increased. In order to sustain the high service standards that are set for district heating in Iceland, it is foreseen that additional thermal production capacity will be needed in the area. In order to estimate the optimal and sustainable production in the field, a thorough understanding of its characteristics is needed.
Although the Hveragerdi district heating utility is one of the oldest in Iceland, very little is known about the Hveragerði geothermal field and its production capacity. A better understanding of the field could result in a more sustainable and optimal thermal power production.
Available data for the Hveragerði geothermal field were collected and compiled in order to get an idea on how it is structured. Formation temperatures of wells were estimated, and from the available information a numerical model was developed using TOUGH2. The model was then calibrated using the formation temperatures. The production history of the field was estimated and using the calibrated numerical model the production was simulated to date. There is a good match between the calculated formation temperatures and the formation temperatures estimated from downhole temperature data. The production simulation shows that there is a relatively little drawdown in the field and there is a good possibility that more mass could be produced from the field.
Jarðhitasvæðið við Hveragerði er staðsett um 40\,km suðaustur af Reykjavík. Svæðið er á austurjaðri Vestra gosbeltisins og við vestari enda Suðurlandsbrotabeltisins. Norðaustur af svæðinu er Hengilssvæðið, þar sem Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun eru staðsettar. Jarðhitasvæðið í Hveragerði hefur verið notað til hitaveitu frá því 3.\ áratug síðust aldar og árið 1952 var Hitaveita Hveragerðis stofnuð og er hún með fyrstu hitaveitunum á Íslandi. Með auknum íbúafjölda og vaxandi iðnaði í Hveragerði og nágrenni hefur eftirspurnin eftir heitu vatni aukist. Til þess að uppfylla þær háu þjónustukröfur sem settar eru fyrir hitaveitur á Íslandi er ljóst að stórauka þarf vinnslu heits vatns á svæðinu. Til þess að geta unnið úr jarðhitasvæðinu á sjálfbæran og hagkvæman hátt er nauðsynlegt að skilja uppbyggingu þess og eiginleika. Þó svo að Hitaveitan í Hveragerði sé með þeim elstu á landinu er mjög lítið er vitað um jarðhitasvæðið og vinnslugetu þess. Betri þekking og skilningur á svæðinu getur stuðlað að sjálfbærri nýtingu þess.
Viðeigandi upplýsingar um uppbyggingu jarðhitasvæðisins voru teknar saman ásamt því að berghitaferlar voru metnir út frá hitaferlum úr borholum. Út frá þessum upplýsingum og gögnum var reiknilíkan sett saman með TOUGH2 hugbúnaðinum og kvarðað með berghitaferlum. Framleiðslusaga jarðhitasvæðisins var áætluð og með því að nota kvarðaða reiknilíkanið var framleiðsla heits vatns á svæðinu hermd til dagsins í dag. Niðurstöður sýna að reiknilíkanið líkir vel eftir berghitanum. Hermun á vinnslu sýnir jafnframt að tiltölulega lágur þrýstiniðurdráttur er á svæðinu vegna vinnslu og það eru góðar líkur á því að auka megi massavinnslu á svæðinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc_RagnaBjork_2019.pdf | 13.19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |