is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33833

Titill: 
  • Getur hreyfing sem og skólaíþróttir nýst sem meðferðarúrræði við þunglyndi og kvíða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið til B.Ed.-prófs í kennarafræðum á íþróttakjörsviði við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort hreyfing gæti nýst sem meðferðarúrræði við þunglyndi og kvíða. Lögð var áhersla á að skoða heilsu, hreyfingu og stöðu hreyfingar í samfélaginu og bera saman við þær ráðleggingar sem eru gefnar út af Embætti landlæknis um hreyfingu. Þannig viljum við skoða hvort verið sé að uppfylla þau skilyrði sem Embætti landlæknis segir til um varðandi hreyfiráðleggingar.
    Almennt íþróttastarf sem og grunnskólaíþróttir voru skoðaðar með það að markmiði að kanna stöðu barna í tæknisamfélagi nútímans. Einnig var farið yfir þunglyndi sem geðröskunarsjúkdóm sem margir þjást af og tölur sýna að sé að aukast töluvert í samfélaginu. Kvíði er geðröskun eins og þunglyndi sem getur haft hamlandi áhrif á lífsgæði fólks. Sagt er nánar frá einkennum þessa geðraskana og hversu margir á Íslandi eiga við þessa sjúkdóma að stríða.
    Niðurstöðurnar sýndu að hreyfing hefur áhrif á geðraskanir á borð við þunglyndi og kvíða og er hægt að notast við hreyfingu sem meðferðarúrræði við þessum geðröskunum. Með þessu ættu breytingar að eiga sér stað á aðalnámskrá grunnskóla í sambandi við íþrótttíma í grunnskólum eins og til dæmis að auka við tímann sem nemendur fá í íþróttum og sundi. Ásamt því að auka við tímann sem nemendur fá í íþróttir og sund vilja höfundar sjá breytingar hjá heilbrigðistofnunum sem og hjá sveitarfélögum á Íslandi á borð við aukna notkun hreyfiseðla og eftirfylgd með þeim. Einnig að sveitarfélög taki þátt í kostnaði við það að stunda íþróttir sem eru í boði í hverju sveitarfélagi.

  • Útdráttur er á ensku

    This theses is a part of our B.Ed degree in the art of teaching with sports as an specialization at the Faculty of Education at the University of Akureyri. The goal for this thesis was to investigate if exercise could be used as a treatment for depression and anxiety. The main focus was on health, physical activity, and the status of physical activity within the society. What are the physical activity recommendations of the Icelandic Directorate of Health and how these recommendations are met in the society will be explored. In recommends the role organised leisure time sport participation as well a mandatory physical education may play in the modern day technological society will be considered from the youth health perspective. Depression is a mental disorder which affects many members of society, with increasing rates. Anxiety is also a mental disorder which can have an inhibitory effect on people’s quality of life. The symptoms of these mental disorders were examined as well as the rates in the Icelandic population.
    The conclusion where there has to make changes to the National school curriculum, related to sports classes in schools. Like have more swimming lessons and regular sports classes. As well would the writers see a change in the society, town council’s and in health care system in Iceland, for example that doctors would describe exercise and that the exercise description would be followed through like other descriptions. The writers of this thesis want to see the town council’s give out vouchers for exercise to lower the cost for people for the exercise available in their hometown.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed 2019.pdf861,48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna