is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33835

Titill: 
 • Microplastic particles in sediment in Eyjafjörður : quantification and characterization using thermal degradation
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Notkun plasts eykst jafnt og þétt í heiminum, sem þýðir aukin uppsöfnun plasts í umhverfinu. Plast er ódýrt, endingargott og því er algengt að nota plast í einnota umbúðir. Niðurbrot plasts er á hinn bóginn mjög hægt og uppsöfnun í umhverfinu er gríðarlegt vandamál. Áhyggjur af plastmengun og áhrifum hennar eru sífellt að verða sjánlegri í fjölmiðlum og vísindalegar rannsóknir eru í auknu mæli að afhjúpa þennan mikla vanda sem fylgir plastnotkun. Á seinni tímum hafa vísindamenn í auknu mæli farið að rannsaka afdrif plasts,niðurbrot þess í náttúrunni og í dag fjalla langflestar rannsóknir um áhrif örplasts, en það eru plastagnir sem eru minni en 5mm að stærð. Algengt er að í fréttum sé greint frá plasti sem fundist hefur í fiskum og öðrum sjávarlífverum, í fuglum, spendýrum og nú síðast hafa vísindamenn fundið plast í hægðum manna. Það er því ljóst að plast er víða og sé plast borðað, er hætta á bæði stíflu í meltingarfærum og innvortis áverkum, auk þess sem plast getur, eitt sér, eða bundið við eiturefni valdið alvarlegum eitrunum. Nýjar rannsóknir benda til að plast bindist þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem safnast fyrir í lífverum við neyslu, og sem eykst því sem ofar er farið í fæðukeðjunni. Hvalir og önnur sjávarspendýr eru því í mikilli hættu er kemur af uppsöfnun plastagna og eitrunum af þeirra völdum. Plastmengun er þekkt vandamál, en til að að fylgjast með uppsöfnun og dreifingu örplasts er þörf á stöðluðum rannsóknaraðferðum. Í þessari rannsókn er markmiðið að þróa aðferð til að greina örlplast. Aðferðinn felst í meðhöndlun sýna með aðskilnaði, ensím-meltingu og að lokum greiningu með pyrolizer GC/MS sem gefur upplýsingar bæði um magn og tegund plasts í sýni. Mikil þörf er á slíkri tækni, bæði til að fylgjast með uppsöfnun plasts í umhverfinu og til að vekja fólk til umhugsunar um skaðleg áhrif sem plast getur haft á umhverfið. Upplýsingar og kennsla eru bestu forvarnirnar.

 • Útdráttur er á ensku

  Plastic consumption is increasing and with it plastic-related waste. Plastic is cheap, durable and often a single use product. Decomposition of plastic is slow, causing a severe environmental pollution. Growing concern regarding plastic pollution and the effect it has on the ecosystem is evident in the media, as well as in scientific reports. Many of those reports are on microplastics, which are defined as plastic fragments with the size less than 5mm. There are reports about plastics being found in fish and other marine organisms, in birds, mammals and now in human stool. Ingested plastics can cause blockages and abrasions internally as well as toxicity from plastic additives. Due to their hydrophobic surface, many plastics can attract hydrophobic persistent organic pollutants that accumulate and then move up the food chain. The problem is known, but to quantify and map distribution of microplastic, standardization of research methodologies is needed. This research aims to propose a method, enzymatic digestion followed by analyses with pyrolizer GC/MS, that gives both quantitative and qualitative measurements of microplastic in sediment samples This will allow for monitoring microplastics in the environment.

Styrktaraðili: 
 • Styrktaraðili er á ensku The Ministries of Foreign Affairs of Norway and Iceland, participation in Arctic Research and studies program. Agreement number 2017-ARS-79803
  Norce AS
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microplastic particles in sediment in Eyjafordur_Valdis Halldorsdottir.pdf3.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna