is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33837

Titill: 
  • Hvaða ávinningi skilar samstarf fyrirtækja við áhrifavalda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samstarf fyrirtækja við áhrifavalda hefur aukist mikið síðastliðin áratug. Með komu tækninnar er markaðsstarf að breytast og neytendur eru opnari fyrir nýjum og óhefðbundnum leiðum þegar kemur að markaðssetningu. Fyrirtæki nota vettvang áhrifavalda, sem hafa komið sér upp tryggum fylgjendahóp, til að koma á framfæri kostuðum auglýsingum. Með þessu móti eru fyrirtæki að ná til fleiri á skemmri tíma.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna hvaða ávinningi skilar samstarf fyrirtækja við áhrifavalda, í hvaða formi ávinningurinn skili sér og hvort umtal áhrifavalds á samfélagsmiðlum stuðli að fjárhagslegum ávinningi fyrirtækis. Í fyrrihluta ritgerðarinnar er farið yfir helstu hugtök sem snúa að markaðssetningu og áhrifavöldum. Í síðari hluta ritgerðarinnar er framkvæmd eigindlega rannsókn í formi viðtala. Tekin voru sex viðtöl við sérfræðinga á sviði markaðssetningar sem hafa mismikla reynslu þegar kemur að áhrifavaldamarkaðssetningu. Til að fá mismunandi sjónarhorn á viðfangsefninu var talað við einstaklinga sem koma að áhrifavaldamarkaðssetningu með ólíkum hætti. Viðmælendur rannsóknarinnar voru markaðsstjórar fyrirtækja, umboðsskrifstofur sem sjá um samstarf áhrifavalda fyrir fyrirtæki og sérfræðingur á sviði áhrifavalda-markaðssetningar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þau fyrirtæki sem eru í samstarfi með áhrifavöldum skila fjárhagslegum ávinningi, auka vörumerkjavitund og ná að halda samkeppnisstöðu sinni á markaði. Einnig vekur samstarfið athygli á nýjungum, byggir upp vörumerki fyrirtækisins auk þess nýtist samstarfið sem markaðsrannsókn á nýjungum fyrirtækisins.
    Lykilorð: Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar, markaðssetning, áhrifavaldamarkaðssetning, stafræn markaðssetning.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this assignment was to evaluate how businesses gain benefits by working with influencers. Influencers are persons, who have established a group of followers that they promote sponsored advertising to. Companies have sharply increased their cooperation with influencers in the past decade.
    The trend is driven by technology which is changing marketing and the way consumers, who are open to new and unconventional marketing, are
    approached. This marketing platform allows companies to reach more
    consumers with direct approach in a short period of time. The author
    performed the study for practical reasons to help businesses gain an
    understanding of the essentials of this field. The objective with this study is to provide companies the practical understanding of this new marketing platform and the business case behind it and to examine the benefits of an enterprise using influencer marketing on social media. This study is based on qualitative research methods and semi-structured interviews with specialists in marketing and advertising. The research questions set forward in the beginning are focused on answering if businesses can gain benefits by working with influencers, evaluate if the word of mouth can contribute to financial benefits and whether companies that use influencer marketing are more competitive
    than other comparable companies in the market. Six marketing experts, with varying degrees of experience, were interviewed to get a deeper perspective on the subject. All of them have been involved in influencer-marketing as marketing managers, agencies or experts in the field of influencer-marketing.
    The results revealed how companies can make use of cooperation with
    influencers, what the benefits of the cooperation brings and what should be avoided in such cooperation. The cooperation draws attention to innovations, builds up the company brand and can be used as a market research on the innovations of the company.
    Keywords: Social media, influencer, marketing, influencer-marketing, digitalmarketing

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 08.04.2021.
Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf925,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf192,88 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf547,03 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna