Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33839
Þessi ritgerð er lokaverkefni í B.Sc. námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og fjármál við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er skrifuð af Guðnýju Ingu Kristófersdóttur, fjarnema, sem hér eftir verður kölluð skýrsluhöfundur. Skýrsluhöfundur hafði frjálst val um ritgerðarefni, þær kröfur voru þó gerðar að efnið þyrfti að tengjast námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og fjármál.
Skýrsluhöfundur starfaði við umsjónarkennslu í grunnskóla í Reykjanesbæ í tvö skólaár sem leiðbeinandi. Þar fékkst innsýn inn í aðalnámskrá grunnskóla ásamt útgefnu kennsluefni. Þá vaknaði grunur skýrsluhöfundar um að skortur væri á fjármálalæsi og fjármálaþekkingu hjá ungmennum í Reykjanesbæ og leiddi sá grunur af sér rannsóknarefnið. Skýrsluhöfundur telur að mikilvægt sé að fjármálafræðsla Íslendinga hefjist strax á grunnskólaaldri og að unnið sé að því að dýpka skilning ungmenna með áframhaldandi skólagöngu og þátttöku í samfélaginu.
Markmið þessa lokaverkefnis er að rannsaka stöðu fjármálalæsis ásamt fjármálaþekkingu ungmenna í Reykjanesbæ. Í verkefninu leitast skýrsluhöfundur við að svara rannsóknarspurningunni:
Þarf að efla fjármálalæsi og fjármálafræðslu ungmenna í Reykjanesbæ?
Skýrslan skiptist í fræðilegan hluta, þar sem leitast er viðeftir að skilgreina helstu fjármálahugtök og rannsóknarhluta þar sem fjármálalæsi og fjármálaþekking ungmenna í Reykjanesbæ er könnuð og niðurstöður settar fram. Rannsóknin leiðir í ljós að fjármálalæsi og fjármálaþekking ungmenna í Reykjanesbæ er ábótavant. Sumir nemendur virðast ekki vita hvað fjármál eru og virðist þekking nemenda á því sviði ervera misjöfn eftir skólum. Niðurstöður benda auk þess til þess að fjöldi uUngmennai í Reykjanesbæ ofmetia fjármálaþekkingu sína en viljia efla fjármálæsi sitt og fá aukna fjármálafræðslu.
Lykilorð:
Fjármál, fjármálalæsi, fjármálafræðsla, ungmenni og Reykjanesbær
This thesis is a final project in B.Sc. studies in Business Administration with emphasis on Management and Finance at the University of Akureyri, Iceland. The author, Guðný Inga Kristófersdóttir, previously taught at an elementary school in Reykjanesbær where she gained insight into published teaching material and learning requirements. She suspected that young people were lacking financial
literacy and financial knowledge. In her opinion it is extremely important that people receive financial education from an early age and gain better knowledge with continued schooling and participation in society. The objective of this final thesis is to investigate the status of financial knowledge and financial literacy of young people in Reykjanesbær. In this thesis the author seeks to answer the research question:
Is there a need to improve young people’s financial education and financial literacy in Reykjanesbær? This thesis is divided into two parts, an academic part where main financial concepts are defined and a research part where the financial literacy and financial knowledge of young people in Reykjanesbær are examined and results are presented. The study shows that there is a need to improve young people’s financial
education and financial literacy in Reykjanesbær. Some students do not seem to know what finances are and student’s knowledge varies between schools. Young people in Reykjanesbær seem to overestimate their financial knowledge but they want to improve their financial literacy and get more financial education. Keywords:
Finance, financial literacy, financial education, youth and Reykjanesbær
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Fjármálalæsi ungmenna í Reykjanesbæ og þekking þeirra á fjármálahugtökum (1).pdf | 1,86 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |