is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33841

Titill: 
 • Hvaða markaðsefni er áhrifaríkast á samfélagsmiðlum á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Áherslur fyrirtækja á markaðssamskipti við neytendur hafa tekið miklum breytingum síðustu ár. Helsta ástæðan er aukin stafræn markaðssetning á samfélagsmiðlum. Markaðssetning er einn af mikilvægustu þáttum í velgengni fyrirtækja og hjálpar fyrirtækjum að auka sölu á vörum og þjónustu, tengjast neytendum og ýta undir heilbrigða samkeppni. Hegðun neytenda hefur breyst mikið síðustu ár vegna tilkomu snjalltækja, samfélagsmiðla og notkunar á internetinu. Fyrirtæki þurfa að takast á við breytt hegðunarmynstur neytenda og hvernig markaðssetning þarf að breytast í takt við það. Með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla eru neytendur komnir með öflugt tól til þess að vera við stjórn. Neytendur geta valið á hvaða miðlum þeir sjá markaðsefni og hvernig efni þeir hafa áhuga á og vilja skoða. Helsta markmið fyrirtækja og markaðsfólks er að skilja og finna leiðir til þess að hafa áhrif á þetta nýja form markaðssetningar og breytingar á kauphegðun neytenda.
  Ritgerð þessi er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með verkefninu var að kanna hvaða aðferð við markaðssetningu á samfélagsmiðlum, sem ýtir undir kaupákvörðun íslenskra neytenda á vörum og þjónustu, er áhrifaríkust á Íslandi og hvort að fyrirtæki þurfa að beita mismunandi áherslum í markaðssetningu eftir kynslóðum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að myndir birtar af áhrifavöldum og vinum eða kunningjum hafi meiri áhrif en myndir birtar af auglýsingastofum. Það fer þó eftir kynslóðum og hvaða vara eða þjónusa er auglýst. Þegar skoðað var hvort að markaðsefni neytenda væri líklegra en efni frá öðrum til þess að hafa áhrif á kaup íslenskra neytenda á vörum og þjónustu er ekki hægt að fullyrða að það hafi meiri áhrif á kauphegðun þeirra en aðrar auglýsingar. Þeir aðilar sem keypt hafa vöru á netinu voru ekki líklegri til þess að hrífast af myndum sem birtar voru af neytendum sjálfum (vinum eða kunningjum) heldur en þeir sem ekki höfðu keypt vörur á netinu.
  Lykilhugtök: Markaðsfræði, markaðssetning, stafræn markaðssetning, stafræn markaðssetning, kauphegðun neytenda, markaðsefni neytenda, kauphegðun, ólíkar kynslóðir

 • Útdráttur er á ensku

  The focus in marketing communication on how consumers behave has changed
  dramatically in the recent years. The main reason is due to the increase in digital marketing on social media. Marketing is one of the most important factors i building a business and brand awareness and helps companies to increase their sales, connect with consumers and create a healthy competition. Consumer behaviour has changed a lot in the recent years due to the increase of digital marketing on social media and with these changes marketers have to learn new ways to approach consumers. Consumers have come up with a powerful tool to stay in control as they are able to control what type of advertisement they want to see and what they are interested in. The main goal for companies and marketers is
  to understand and find new ways to influence this new form of marketing and changes in consumer purchasing behaviour.
  This essay is a 12 ECTS final project for a B.Sc. degree in Business
  Administration from the University of Akureyri. The aim of the project was to explore which method on social media is most effective in Iceland that encourages the Icelandic consumer to a purchase decision and weather companies need to apply different emphases in targeting by generations. The method used was an online survey for Icelandic consumers on social media.
  The main conclusions of this study indicated that images displayed by
  consumers (friends and family), consumer generated content are more effective than images published by advertising agencies (professional brand images). However, it seems to have a different effect on different generations. When reasearching whether consumer generated content was considered to be more likely than other methods to succeed it cannot be asserted that consumer generated content is more effective than other advertising on consumers buying behaviour in Iceland. Those who purchased an online product were not likely to be exposed to
  images published by consumers themselves (friends or family) than those who did not buy products online.
  Keywords: Marketing, social media, influencers, consumers behaviour, consumer generated content, consumer buying behaviour, decision making process, different generation

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 12.04.2031.
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK - Guðrún Andrea - BS ritgerð.pdf9.29 MBLokaður til...12.04.2031HeildartextiPDF