is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33845

Titill: 
 • Kynbundinn launamunur á Íslandi : er jafnlaunavottun lausnin?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um kynbundinn launamismun á Íslandi og mögulegar lausnir við þeim vanda. Ísland er langt komið á leið þegar það kemur að launajafnrétti kynjanna en því hefur þó ekki alveg verið náð. Íslenska ríkið hefur þó sett lög sem eiga að hjálpa íslenskum vinnumarkaði að ná launajafnrétti kynjanna. Þar kemur til sögunnar jafnlaunastaðall sem er nú skylda að öll fyrirtæki sem eru með fleiri starfmenn en 250 talsins verða að innleiða hjá sér fyrir lok 2019, þó eiga öll íslensk fyrirtæki fyrir ákveðinn tíma að vera komin með jafnlaunavottun. Öðruvísi tímamörk eru hjá fyrirtækjum þar sem starfa færri en 250 manns. Markmið ritgerðarinnar er að athuga hvort að þær lausnir sem íslenskur vinnumarkaður og íslenska ríkið hafa sett af stað sé nóg til þess að útrýma kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði og hvaða áhrif jafnlaunastaðall hefur á fyrirtæki og stofnanir. Einnig mun höfundur í þessari ritgerð skoða kynbundinn launamismun og sögulega þróun hans hér á landi. Gerður er greinarmunur á óleiðréttum kynbundum launamismun og leiðréttum kynbundnum launamismun.
  Lokaverkefnið inniheldur rannsókn sem höfundur gerði og fól í sér viðtöl við mannauðstjóra sex stórra fyrirtækja og stofanana á íslenskum vinnumarkaði sem voru annað hvort búin að innleiða jafnlaunastaðalinn eða í því ferli að innaleiða hann.
  Rannsóknarspurningunni er varpað fram í upphafi og er ritgerðinni og rannsókninni ætlað að svara henni. Rannsóknarspurningin er: Hvaða áhrif hefur Jafnlaunavottun á kynbundinn launamismun? Til þess að geta svarað rannsóknarspurningunni hefur höfundur varpað fram nokkrum undir spurningum til stuðnings. Þær eru: Getur jafnlaunavottun bætt stöðu kynjanna í sambandi við launamismun, ef svo er hvernig? Hvað felur jafnlauanvottun í sér? Hver er ávinningur fyrirtækja eftir að jafnlaunavottun er innleidd? Er verið að stuðla að öðrum lausnum en jafnlaunavottun til þess að koma í veg fyrir kynbundinn launamismun?
  Niðurstöður leiddu í ljós að meðal viðmælenda sem rannsókn lokaverkefnisins tók til voru allir hlynntir því að jafnlaunavottun væri sett í lög. Einnig kom í ljós að það voru allir viðmælendur sammála um að með því að fara í gegnum ferli innleiðingar á jafnlaunavottun yrðu vinnubrögð og verklag staðlaðara og betra. Það var misjafnt hvað kom fyrirtækjunum á óvart hvað varðar jafnlaunavottunarferlið og einnig hver helsta áskorunin var. Samhljómur var þó um að stjórnendur og sjónarmið þeirra skipar stóran sess í ferli sem er jafn umfangsmikið og þetta.
  Lykilorð eru: Kynbundinn launamismunur, jafnlaunastaðall, íslenskur vinnumarkaður, jafnlaunamerki og vottunaraðili.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with gender-based wage gap in Iceland and the possible solutions to this problem. Iceland is well on its way when it comes to gender equality in terms of wages, but it has not been fully achieved. The Icelandic government has, however, set laws that are intended to help the Icelandic labor market achieve gender equality in the matter of payroll. This is where the Equal Certification Standard is now mandatory for all companies with more than 250 employees. The aim of the thesis is to examine whether the solutions that the Icelandic labor market and the Icelandic state have set up are enough to eliminate genderbased wage differentials in the Icelandic labor market and the impact of wage standards on companies and institutions. This thesis is also intended to examine gender-based wage differences in Iceland and its historical development. A distinction is made between unadjusted gender-based wage differences and adjusted gender-based wage differences. The final project includes a study by the author which includes interviews with six human resources managers and agencies in the Icelandic labor market who have either implemented the equal pay standard or are in the process of implementing the equal pay standard. The research question is presented in the begining of the paper and the thesis and the study is
  intended to answer it or at least make a valid attempt to answer it.
  Results revealed that among the interviewees, everyone was in favor of the equal pay certification being put into law. It was also found that all the interviewees agreed that by going through the process of introducing equal pay certification, procedures in their companies would be more standard and better. It was different what surprised the companies in terms of the equal pay certification process and also what was the main challenge. Interviewees, however, agreed that it is important to have the company's managers on board with the equal pay certification process so everything goes well.
  Keywords are: Gender-based pay gap, Equal pay standard, Icelandic labor market, equal pay mark and certification service provider.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynbundinn launamunur á Íslandi Er jafnlaunavottun lausnin?.pdf929.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna