is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33848

Titill: 
  • Kennslubækur í stærðfræði : söguleg þróun í kennslu grunnaðgerða stærðfræðinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skoðar þróun stærðfræðibóka við kennslu í reikningi hér á Íslandi frá því að kennsla á reikningi var sett í lög 1880 og fram í nútímann. Þær bækur sem notaðar eru við kennslu nú á dögum eru svo skoðaðar í samhengi þeirrar þróunar sem hefur orðið. Jafnvel áður en kennsla á reikningi var færð í lög var hægt að finna reikningsbækur á íslensku. Áherslan var á hagnýtingu stærðfræðinnar og bækurnar voru hugsaðar fyrir læsa einstaklinga. Með tímanum fóru fleiri einstaklingar að semja reikningsbækur en með stofnun Ríkisútgáfu námsbóka fór úrval kennslubóka versnandi og á fimmta áratuginum var það næstum eingöngu Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar sem var notuð við kennslu hér á landi. Vaxandi þörf fyrir stærðfræðimenntaða einstaklinga um miðja síðustu öld gerði það að verkum að breytingar urðu að gerast í stærðfræðikennslu í grunnskólum. Hin svokallaða nýja stærðfræði kom inn með fræðilega umfjöllun sem ekki hafði sést áður á grunnskólastiginu. Fyrstu árin voru erfið og margir urðu ósáttir með þær breytingar sem áttu sér stað en nýja stærðfræðin var samt komin til að vera og hægt er að sjá áhrif hennar á kennslubækur enn í dag. Með tækniframförum og vaxandi áherslu á einstaklingsmiðað nám í kringum upphaf 21. aldarinnar fór meira af sérhæfðu kennsluefni að birtast. Kennarar fengu meira frelsi við skipulagningu námsins og voru ekki lengur bundnir við að fylgja þeirri yfirferð sem sett var upp í kennslubókum. Þegar það kemur að yfirgripsmiklum stærðfræðibókum á yngsta stigi þá er það fyrst og fremst bókaflokkurinn Sproti sem er notaður hér á landi núna. Í Sprota má sjá ýmis áhrif nýju stærðfræðinnar en þó hefur verið horfið frá mikið af þeirri fræðilegu umfjöllun sem mátti sjá í fyrri kennslubókum. Það sem situr eftir er helst fjölbreytileiki í nálgunum á mismunandi viðfangsefni og ýmis verkfæri sem kennarar geta notað við kennslu reiknings.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay looks at the development of schoolbooks used to teach arithmetic in Iceland. It covers the period from when education in arithmetic was first put into law in 1880 and up to present day. The books that are used in Icelandic classrooms today are then compared to those that came before them and put into the context of the developments that have happened over the years. Even before arithmetic was put into the education system you could find books in Icelandic that taught it. With arithmetic as an official part of Icelandic education more and more people chose to write their own book on arithmetic. However, with government backed publishing of schoolbooks most of them stopped publishing and in the 1940s there was only one left in general use. With a growing need for individuals with a background in mathematics in the 1950s there was a pressure on the educational system to adapt. In the 1960s the so-called new maths came to Iceland with a greater emphasis on theoretical mathematics. While it faced a lot of opposition during its first years the effects of new maths would remain and can still be seen in schoolbooks today. In the latter half of the 20th century a greater focus on individual learning and technological improvements would affect the publishing of schoolbooks in mathematics. They became more varied and specialized allowing teachers to adjust their teaching according to the classroom that they faced. Today the main coursebook for students starting in primary school is Sproti. The effects of new maths can be seen in Sproti although much of the more theoretical discussion has been cut out. What remains is the variety in approaches to teaching arithmetic and the tools that teachers can use to teach their students.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennslubækur í stærðfræði.pdf232.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna