is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33853

Titill: 
  • Tölum um kynfræðslu beibí : hvernig birtist kynfræðsla í íslenskum skólum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Um leið og við komum í þennan heim, byrjum við strax að móta kynverund okkar. Eftir því sem við eldumst og þroskumst lærum við inn á líkama okkar og samskipti við aðra. Á vissum aldri göngum við öll í gegnum miklar breytingar sem getur verið erfitt og flókið ferli en þarna ætti kynfræðslan að stíga inn í og leiðbeina einstaklingum.
    Í þessari B.Ed. ritgerð er fjallað um kynfræðslu, hvernig hún birtist í íslenskum skólum og leitað er svara við því hvort kynfræðsla á Íslandi sé yfir höfuð fullnægjandi. Í Aðalnámskrá grunnskóla er lítið minnst á kynfræðslu og því vakna upp spurningar hvort ekki sé tímabært að uppfæra hana. Kynfræðsla er ekki skilgreind sem námsgrein ein og sér heldur fellur hún undir mismunandi námsgreinar líkt og náttúrufræði eða íþróttir. Fræðslan hefst oftast á miðstigi í grunnskóla en margt bendir til þess að æskilegt væri að hefja fræðsluna fyrr. Námsefni fyrir kynfræðslu er af skornum skammti og það efni sem er til úrelt og þarfnast umbóta.
    Niðurstöður heimilda leiddu í ljós að grunnskólar á Íslandi standa misjafnlega vel að kynfræðslu og fer það eftir skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig hvernig fræðslan fer fram og hve mikil hún er. Námsefni er til staðar en þættir kynfræðslunnar fá mismikið vægi og það mætti varpa meira ljósi á þætti líkt og fjölbreytileika kyns og kynhneigða, sjálfsfróun, klám og ofbeldissambönd. Það gefur því auga leið að mikilvægt er að endurskoða kynfræðslu í Aðalnámskrá og setja þarf einhvers konar ramma utan um fræðsluna og námsefnið sem því fylgir.

  • Útdráttur er á ensku

    As soon as we enter this world, we immediately start developing our sexuality. As we age and mature, our knowledge of our body and communication with others evolves. At a certain age we all go through great changes which can be a difficult and complicated process. This is the ideal time for sex education to take place to guide individuals.
    This B.Ed. thesis addresses sex education from a theoretical point of view, how it appears in Icelandic schools and answers will be sought as to whether sex education is overall adequate. The Icelandic national curriculum guide for compulsory schools barely mentions sex education and that raises the question whether it is time to update it. Sex education is not defined as a school subject but rather it splits into other pre-existing subjects like natural science and physical education. Sex education usually starts at the middle of compulsory school but according to sources it would be wise to begin sooner. Teaching material for sex education is quite scarce and what little there is has become obsolete and needs serious reform.
    Results from sources show that the quality of sex education in Icelandic compulsory schools differ greatly and it is up to each respective school administration to decide the quality and quantity of their teaching. The teaching material exists but some elements get less emphasis than others. Some of the elements that we could shine a light upon include gender diversity, sexual orientation, masturbation, porn and violent relationships. It is quite obvious how important it is to revise sex education in the curriculum as well as building the framework around it and the teaching material it needs.
    Results from sources show that the quality of sex education in Icelandic compulsory schools differ greatly and it is up to each respective school administration to decide the quality and quantity of their teaching. The teaching material exists but some elements get less emphasis than others. Some of the elements that we could shine a light upon include gender diversity, sexual orientation, masturbation, porn and violent relationships. It is quite obvious how important it is to revise sex education in the curriculum as well as building the framework around it and the teaching material it needs.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FINALE_BED.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna