Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33855
Lokaverkefnið okkar skiptist í tvo hluta, greinargerð og handbók. Hugmyndin kviknaði í áfanga um fimleika sem tekinn var í náminu. Þar kom í ljós að lítið er til af efni fyrir íþróttakennara til að nýta í kennslu nemenda í grunnskólum. Eins hafa fimleikar verið í mikilli þróun síðustu ár og hefur Ísland náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þar af leiðandi þótti okkur mikilvægt að nemendur fengju tækifæri á að kynnast íþróttinni, einkum þar sem hún nýtist einnig vel sem grunnur fyrir aðrar íþróttir.
Greinargerðin fjallar um sögu fimleika og grunnþjálfun í þeim. Farið er yfir marga þætti sem eiga að nýtast vel fyrir aðra til að kynna sér greinina. Það er fjallað um grunnþjálfun í fimleikum og sagt frá því hvað hún gerir fyrir nemendur. Einnig er fjallað um skólaíþróttir hér og tengingu þeirra við fimleika og kennslu í þeim.
Handbókin fjallar hins vegar um kennslu fimleika í skólaíþróttum fyrir 1. - 4. bekk. Í henni eru fjölbreyttar æfingar sem hægt er að nýta í kennslu á yngsta stigi grunnskóla. Sett er fram ákveðin æfing, henni lýst og tilgreint hvaða grunnæfingar er hægt að gera til að æfa og læra hana. Einnig eru myndir af æfingunum og QR-kóði sem vísar á myndbönd af þeim. Eins er sums staðar lýsing á því hvernig íþróttakennarar geta hjálpað nemendum í æfingunum ef þess þarf, en það er einungis sett við þær æfingar þar sem það á við.
Our final project is divided into two parts, a thesis and a manual. The idea of this project was born in a course about gymnastics where it was clear that there is not a lot of content for athletic teachers to use for students in elementary school. Gymnastics have been progressing a lot these past years and Iceland has been doing good in international competitions, so we deemed it important for students to get the opportunity to get to know the sport because it is also a very good background for other sports.
The thesis is about gymnastics, their history and basic training. It takes on what gymnastics is and many factors that should be useful for others to use. It also goes over basic training in gymnastics and what it does for students. Schoolsports are also a subject in the thesis, i.e. the link between them and gymnastics and gymnastic teaching.
The manual however is about teaching gymnastics in elementary school, for students in 1st - 4th grade. It contains many diverse excercises that can be used for teaching the youngest students. A certain excercise is set out, a description of it written and basic exercises that can be used to practice and learn it are specified. There are also pictures of the exercises and a QR-code that leads directly to a video of them. In some cases the manual also contains a description for the athletic teachers of how to help the students with the exercises, but that is only put in for the exercises to which it applies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fimleikar í grunnskólum - handbók um kennslu fimleika fyrir 1. - 4. bekk í skólaíþróttum.pdf | 311,63 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Fimleikahandbók.pdf | 14,84 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna |