is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33863

Titill: 
  • Lífsánægja barna og unglinga : netnotkun, samfélagsmiðlar og samband við foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrri rannsóknir á viðfangsefni ritgerðarinnar gefa svipaðar niðustöður. Þær gefa til kynna hversu alvarleg áhrif eineltis geta verið á líðan og hegðun barna og unglinga, ásamt því sýna flestar niðurstöður fram á mikilvægi góðra samskipta á meðal barna og unglinga við foreldra. Fyrri rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á líðan og hegðun barna og unglinga gáfu hins vegar mismunandi niðurstöður. Það sem stóð þar upp úr er það að mikilvægt er að horfa til einstaklingsmunar þegar kemur að notkun samfélagsmiðla. Það sem vakti áhuga í kjölfar fyrri rannsókna var það hvernig þessir þættir hafa áhrif á hvernig börn og unglingar meta lífsánægju sína. Fylgibreytan sem notuð var við úrvinnslu gagna, frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Noregi á börnum og unglingum 2018, var Hvernig metur þú lífsánægju þína á kvarðanum 1-10? [1 er versta mögulega lífið, 10 er besta mögulega lífið]. Áður en unnið var með gögnin voru lagðar fyrir fimm rannsóknarspurningar, en leitast var við að svara þeim með því að gera krosstöflur, lýsandi tölfræði, t-próf og línulega aðhvarfsgreiningu. Í heildarlíkani sem fengið var með línulegri aðhvarfsgreiningu var skoðað hvernig aldur og kyn, það að einhver hafi komið fram við einstakling á særandi eða illgjarnann hátt, hvort einstaklingur eigi gott samband við foreldra, notkun samfélagsmiðla og hvort einstaklingur hafi skoðað efni tengt sjálfsvígi/um, hafi áhrif á hvernig einstaklingur metur lífsgæði sín á kvarðanum 1-10. Meðaltal þess hvernig fólk metur lífsgæði sín á kvarðanum 1 - 10 var neikvætt skekkt eða 7,78 með staðalfrávikið 1,65. Niðurstöður heildarlíkans voru marktækar p<0,001 miðað við 95% öryggismörk. Hægt er að staðfesta það að lífsánægja stúlkna er 0,53 lægri á lífsánægju kvarðanum en hjá strákum, en aldur sýnir ekki marktækan mun í lífsánægju einstaklinga. Notkun samfélagsmiðla hafði ekki þau áhrif að minnka lífsánægju eftir því sem notkun varð meiri. Marktækur munur var á því að ef komið hafði verið fram við einstakling á særandi eða illgjarnan hátt lækkaði lífsánægja einstaklinga um 0,66 á lífsánægju kvarðanum. Samband við foreldra er mikilvægt þegar kemur að því að leita eftir aðstoð og sýndu niðurstöður marktækan mun ef miðað var við 90% öryggismörk, en þeir sem leita frekar til foreldra skora 0,51 hærra á lífsánægju kvarða en þeir sem leita síður til foreldra. Lífsánægja, samfélagsmiðlar, komið verið illa fram við, samband við foreldra.

  • Útdráttur er á ensku

    Earlier research of the subject matter of this dissertation, all gives similar results. They show how severe impact bullying can have on feelings and behavior of children and adolescents, along with that most research shows how important good communication between children and their parents are. However, results from earlier research of the impact of social media on feelings and behavior on children, showed varying results. The main theme, however, is how important it is to look at individual differences when researching the usage of social media. When looking at these researches, it evoked interest in how these subjects affect life satisfaction of children and adolescents. The dependent variable that was used when working with data from the research that was done in Norway 2018 on children and adolescents, was: In general, where on the scale do you feel you stand at the moment? [1 is worst possible life, 10 is best possible life]. Before working with the data there were five research questions submitted and to answer them, crosstabs, descriptive statistic, T-test and linear regression was utilized. At last linear regression model was examined, how age and gender, if someone had treated the individual in a hurtful or nasty way, if the individual has a good relationship with their parents, how their usage of social media and if the individual has looked at a suicidal related subject on the internet, affects how they evaluate their quality of life. The mean score of how individuals measure their satisfaction of life on the scale 1 - 10 was negatively skewed 7,78 with std. 1,65. Results from the model were significant p<0,001 based on 95% confidence level. It can be confirmed that the life satisfaction of girls is 0,53 lower on the scale than of boys, but age does not show significant difference in life satisfaction between individuals. Increased usage of social media did not have negative effect on life satisfaction. There was significant difference when individual had been treated in a hurtful or nasty way and their life satisfaction reduced 0,66 on the life satisfaction scale. Relationship with parents are important when seeking help and result showed significant difference based on using 90% confidence level, but individuals that are more likely to reach out to parents score 0,51 higher on the life satisfaction scale than those who do not. Life satisfaction, social media, treated in hurtful way, relationship with parents.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífsánægja-barna-og-unglinga-tilbúið.pdf420.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna