is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33864

Titill: 
 • Íþróttir er miklu meira en bara leikur, íþróttir eru félagslíf, vinátta og þær hreinlega sameina samfélagið : íþróttameiðsli og andleg líðan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Íþróttameiðsli eru algengur atburður í lífi íþróttafólks og rannsóknir hafa sýnt að þeim fer fjölgandi. Þegar atvinnuíþróttamaður lendir í íþróttameiðslum hefur það ekki bara líkamleg áhrif heldur einnig mikil sálræn áhrif. Einnig eru þættir í fari íþróttamannsins sem geta aukið líkurnar á eða gert hann veikari fyrir íþróttameiðslum. Í þessari ritgerð verður bæði skoðuð andleg líðan íþróttafólks eftir íþróttameiðsli og svo hvaða þættir það eru sem auka líkurnar á meiðslum.
  Markmið/tilgangur: Markmið rannsóknarinnar er að skoða líðan og upplifun íþróttamanna af íþróttameiðslum sem og athuga hvaða helstu sálfræðilegu þættir auka líkurnar á íþróttameiðslum. Tilgangur rannsóknarinnar er að vekja athygli á þeim slæmu afleiðingum á andlega heilsu, sjálfsmynd og fleira sem fylgja í kjölfar íþróttameiðsla. Með þessari ritgerð vilja rannsakendur gera íþróttaþjálfurum, íþróttafélögum og umönnunaraðilum ljóst að andleg endurhæfing og sálrænn stuðningur þurfi að skipa meiri sess í endurhæfingarferlinu og að áhersla á fyrirbyggjandi meðferðir gegn íþróttameiðslum þurfi að vera meiri.
  Aðferð: Eigindleg aðferðafræði var notuð og djúpviðtöl tekin við fjóra íþróttamenn sem allir höfðu lent í íþróttameiðslum.
  Niðurstöður: Eftir íþróttameiðsli tekur við mikið sálrænt áfall hjá íþróttamönnum. Þeir upplifa vonleysi og finnst þeir vera útundan og minna metnir heldur en aðrir. Allir fjórir viðmælendurnir sögðust hafa upplifað óþægilegar tilfinningar þegar þeir snéru aftur til leiks og tveimur af viðmælendunum fannst endurkoman til æfinga og keppni erfiðari heldur en sjálft endurhæfingarferlið. Þrír af viðmælendunum upplifðu pressu að koma eins fljótt aftur til æfinga og keppni og þeir mögulega gætu.
  Ályktun: Sálræn endurhæfing er jafn mikilvæg ef ekki mikilvægari en líkamleg endurhæfing eftir íþróttameiðsli. Fyrirbyggjandi meðferðir geta minnkað líkurnar á íþróttameiðslum.
  Lykilhugtök: Íþróttameiðsli, sálfræðilegir þættir, streita, andleg líðan.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Sport injury is a widespread scenario in the life of athletes and research have shown that they are increasing. When a professional athlete experiences sports injury, it has not only physical effects but also a great psychological impact. Then there are elements in the athlete characteristics which can increase the risk or make him more vulnerable for sport injuries. In this essay, both the athletes psychological health after sport injury will be examined and what factors can increase the risk of injury.
  Objective: The aim of the study is to examine conditions and athletes´s experience of sports injury as well as to observe which major psychological factors increase the likelihood of sports injuries. The purpose of the study is to draw attention to the bad consequences on mental health, self-image, and other things that result from sports injury. With this essay, researchers want to make sports coaches, sports clubs and caregivers aware that more emphasis has to be placed on mental rehabilitation and psychological support in the rehabilitation process, and that greater emphasis should be placed on preventive therapies against sports injuries.
  Methodology: Qualitative methodology was used, and interviews were conducted with four athletes who all suffered from sports injuries.
  Results: After a sport injury athletes suffer a great psychological shock. They experience hopelessness and feel that they are underprivileged and less valued than others. All four interviewees said they had experienced unpleasant feelings when they returned back from the injury and two of the interviewees felt the return more difficult than the rehabilitation process itself. Three of the interviewees felt pressured to return to the pitch as soon as possible.
  Conclusion: Psycological rehabilitation is as important if not more important than physical rehabilitation after sports injury. Preventive strategies can reduce the risks of sports injuries.
  Keywords: Sport injury, psychological factors, stress, mental health

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íþróttir er miklu meira en bara leikur, íþróttir eru félagslíf, vinátta og þær hreinlega sameina samfélagið.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna