is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33866

Titill: 
 • "Ég fór áfram á hnefanum" : hvernig erum við sem samfélag að styðja við einstaklinga sem missa maka á aldrinum 20 til 50 ára og hvað getum við gert betur?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Að missa maka er mikið áfall og einstaklingar þurfa á ýmsum stuðning að halda til að takast á við áfallið. Markmiðið með þessari rannsókn var að mæla hvernig stuðning fólk, sem hafði misst maka þegar þau voru á aldrinum 20 til 50 ára, fékk frá nær- og fjærumhverfi sínu. Markmiðið var einnig að greina hvort og þá hvernig mætti bæta þá aðstoð sem er í boði.
  Í heildina voru 49 ekkjur og ekklar sem tóku þátt í þessari megindlegu rannsókn. Rannsóknin innihélt einnig opnar spurningar og var framkvæmd í febrúar 2019. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að vera meðlimir í Ljónshjarta, félag fyrir ungt fólk (20 til 50 ára) sem hefur misst maka og rannsóknin var framkvæmd í samvinnu við félagið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar mætti nýta til að auka og bæta þá aðstoð sem er fyrir hendi frá fjærumhverfinu. Fram kemur í niðurstöðum að aðstoð er oft á tíðum tilviljanakennd og mismunandi hvaða þjónusta er í boði, t.d. út frá því hvernig maki lést, þ.e. hvort um var að ræða óvænt andlát eða ekki. Niðurstöður sýndu einnig að sú aðstoð sem kemur frá nærumhverfinu er mikill styrkur fyrir ekkjuna/ekkilinn en skilningur fyrir aðstæðum og tilfinningum þeirra ekki ávallt til staðar. Það er ýmislegt sem getur haft áhrif hvort og hvernig stuðningur er veittur en hann kom einna helst frá nánustu vinum og fjölskyldu eftirlifandi einstaklings. Stuðningur kom líka frá öðrum, bara í minni mæli. Það bar á kynbundnum mun í niðurstöðunum en því ber að taka með fyrirvara vegna úrtaksstærðar karlmanna í hópnum. Þessi munur gefur þó ákveðna vísbendingu um þýðið þar sem hlutfallið er í samræmi við hlutfall meðlima í Ljónshjarta. Þar sem þrautseigja hefur mikil áhrif á hvernig einstaklingar vinna sig í gegnum sorg og áföll var hún mæld. Hópurinn býr yfir þrautseigju en niðurstöður reyndust þó aðeins lægri hjá þeim sem höfðu misst maka sinn óvænt samanborið við þá sem misstu maka eftir langvarandi veikindi.
  Það kom fram í svörum frá einstaklingum að þeim fannst ákveðin útrás að fá tækifæri til að svara spurningunum og koma frá sér sínum tilfinningum og hugsunum í tengslum við efni rannsóknar. Margir höfðu upplifað hjálparleysi og fannst þeim þau fá lítinn skilning á aðstæðum og sorgarferlinu. Það segir okkur að þörf er á að bæta aðstoð til þessa hóps og auka skilning með aukinni þekkingu.
  Lykilorð: Makamissir, ekkja, ekkill, stuðningur, nærumhverfi, fjærumhverfi, 20 til 50 ára.

 • Útdráttur er á ensku

  Losing a spouse can be devastating and individuals need all kind of support to deal with the loss. The research´s objective was to measure the support that people, who had lost their spouse at the age of 20 to 50 years old, received after the loss from the micro social environment and their macro social environment.
  Overall, 49 widows and widowers participated in this quantitative research in February 2019. All of the individuals that participated were members of Ljónshjarta, an organization for young people (20 to 50 years old) that had lost a spouse. In cooperation with the board of Ljónshjarta the research was implemented.
  The research´s results can be used to improve and further add to current support, which is available from the macro social environment. The results suggest that provided support was a random occurrence. The support varied between individuals, for an example based on how the spouse died, unexpected or not. The results also showed that provided support from the micro social environment is important to the widows/widowers, but they don´t always feel there is an understanding for the situation and their feelings. There are many things that can affect what kind of support are given and whether support is given, but the primary support came from the closest friends and family of the surviving individual. The support also came from others, just to a lesser extent. The results showed a gender difference in the provided support and because the sample size of widowers was low they should be interpreted with caution. The sample size was consistent with the proportion of the members of Ljónshjarta and therefore the results could give a certain indication. Resilience has a major impact on how individuals work through grief and devastation. The participants had persistence, but the results were slightly lower for those who had lost their spouse unexpectedly compared to those who lost their spouse after a long-term illness.
  The study participants reported a certain emotional release from having the opportunity to answer the questions and express their feelings and thoughts in relation to the subject matter of the study. Many had experienced helplessness and little understanding of their grief and the circumstances. It tells us that there is a need to add support for this group and to increase awareness with more knowledge.
  Keywords: Loss of a spouse, widows, widower, support, social system, social environment, 20 to 50 years old.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni_LOKAÚTGÁFA_Skilaútgáfa_Ása Dröfn Fox og Kristín Ósk.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna