Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33867
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða það samband sem ríkir á milli þjóðkirkjunnar og Ríkisútvarpsins og hvaða skoðanir hagaðilar Ríkisútvarpsins, þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga hafa, um sambandið milli þessara stofnana. Þá er saga þessa sambands og stofnananna sem koma að því skoðuð sérstaklega. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar, þar sem tekin voru viðtöl við starfsmenn þjóðkirkjunnar, Rásar 1 og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Samtals voru tekin viðtöl við tíu aðila. Viðmælendur voru spurðir út í sína skoðun á sambandinu, möguleg áhrif aðskilnaðar ríkis og kirkju og hvort þeim þætti að önnur trú- og lífsskoðunarfélög ættu að fá pláss innan Ríkisútvarpsins.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiða það í ljós að endurskoða þurfi trúardagskrá Ríkisútvarpsins. Samkvæmt niðurstöðunum þarf að auka fjölbreytni þegar kemur að trúardagskrá Ríkisútvarpsins og ýta þannig undir umræður samfélagsins og auka þannig lýðræðis- og menningarhlutverk Ríkisútvarpsins. Einnig þarf að endurskoða dagskrárvaldið sem er í höndum þjóðkirkjunnar. Þá þarf að huga að því valdi og þeirri ábyrgð sem kirkjan hefur innan Ríkisútvarpsins með þessu dagskrárvaldi.
Lykilhugtök: Þjóðkirkjan, Ríkisútvarpið, fjölmiðlafræði, lýðræðishlutverk fjölmiðla og dagskrárvald
The main purpose of the thesis was to look at the relationship between the state church and the Icelandic National Broadcasting Service RÚV and what the people that come close to that relationship have to say about it. The history of the broadcasting station, the church and their relationship is then detected, as well as interview research was performed. In this research, 10 people in total were asked a set of questions relating to the relationship between the institutions, what effects the possibility of impact separation of church and state would have on that relationship and finally if they consider the broadcasting station should make room for other religious associations in their agenda. Of the ten people interviewed, three work for the church, three work for the broadcasting station and four of them work for other religion associations.
The results of the study indicate that it is imperative to review the agenda of the station and make more room for religion diversity and by that encourage more discussion about religion and by that contribute to the democratic and cultural role of the station. Likewise do they need to review the agenda setting of the station which is in the hands of the church. They need to review the power and responsibility the church has by having that agenda setting role.
Key words: State church, the Icelandic National Broadcasting Service RÚV, media studies, democratic role of the media and agenda setting
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Það þarf að gæta jafnréttis en það er ekki til staðar“.pdf | 436.58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |