Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33868
Undanfarin ár hafa konur verið í sókn á vinnumarkaði. Fleiri konur sækja sér nú framhaldsmenntun en karlar. Því má ætla að fleiri konur séu nú ráðnar sem yfirmenn en áður, þó að ekki hafi verið mikil aukning á fjölda kvenna í æðstu stjórnendastöðunum. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort líðan á vinnustað tengdist kyni næsta yfirmanns. Rannsakendur settu hér fram rannsóknarspurninguna ,,Hefur kyn næsta yfirmanns áhrif á líðan undirmanna í starfi?“. Notast var við gögn frá árinu 2015 úr langtímarannsókninni „Heilsa, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks íslenskra sveitarfélaga“ og byggja niðurstöður þessarar rannsóknar á þremur spurningum og tveimur fullyrðingum sem allar tengjast líðan starfsmanna í starfi. Rannsakendur töldu þær vera dæmigerðar fyrir spurningar í vinnustaðakönnunum og lýsandi til að meta líðan starfsmanna á vinnustað, þar sem þær snúast um ánægju í starfi, samskipti við næsta yfirmann, hvernig næsta yfirmanni tekst að leysa starfsmannavandamál og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Niðurstöður leiddu í ljós að kyn næsta yfirmanns hafði áhrif á líðan undirmanna þegar kom að upplifun þeirra á því hversu sjaldan eða oft næsti yfirmaður veitti þeim uppbyggilegar leiðbeiningar og gagnrýni. Kvenkyns yfirmenn þóttu standa framar karlkyns yfirmönnum í slíkri endurgjöf. Niðurstöður sýndu einnig að kyn næsta yfirmanns hafði áhrif þegar kom að því að svara til um hversu sjaldan eða oft næsta yfirmanni tækist að leysa vel úr þeim starfsmannavandamálum sem upp komu á vinnustaðnum. Þar þóttu kvenkyns yfirmenn oftar sýna góða úrlausn á starfsmannavandamálum en karlkyns yfirmenn. Þá sýndu niðurstöður að ekki mældist marktækur munur á milli kyns næsta yfirmanns og ánægju í starfi. Ánægja í starfi var almennt mikil meðal þátttakenda og skipti þá engu hvort um var að ræða konu sem næsta yfirmann eða karl. Ekki reyndist marktækur munur eftir kyni næsta yfirmanns og jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Niðurstöður leiddu að auki í ljós að ekki mældist marktækur munur eftir kyni næsta yfirmanns þegar kom að því að svara hvort samskipti við næsta yfirmann yllu streitu. Þannig má ætla samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar að kvenkyns yfirmenn séu líklegri til að veita oftar uppbyggilegar leiðbeiningar og gagnrýni að öðru jöfnu og jafnframt að leysa vel þau starfsmannavandamál sem upp koma á vinnustað. Þar sem flestir eyða meirihluta dagsins í vinnunni er mikilvægt að búið sé þannig að starfsmönnum að þeim líði vel í vinnunni. Ljóst er að vellíðan á vinnustað er mikilvæg öllum og því mikilvægt að hlúa eins vel og kostur er að starfsmönnum á vinnustað hverju sinni.
In recent years, women’s role in the workplace has become more prominent. Women now obtain higher education at a greater rate than men. It may then be assumed that more women are taking on supervisory roles, despite the increase not being significant at the highest level. The objective of this study was to investigate if workplace wellbeing depends on the direct supervisor’s sex. The investigators posed the research question: “Does a supervisor’s sex affect the wellbeing of subordinates?” The factors examined were personal experience at work, work-life balance and communication with the supervisor. The data was collected from the previous 2015 study “Health, wellbeing and work-related attitudes of employees of Icelandic municipalities”. The results showed that the gender of the next supervisor influenced the well-being of subordinates when it came to their experience of how rarely or often the next supervisor gave them constructive guidance and criticism. Female supervisors were considered to be superior to male supervisors when it came to this type of feedback. The results also showed that the gender of the next supervisor had an impact when it came to responding to how rarely or often the next supervisor managed to solve staff problems in the workplace well. There, female supervisors were more likely to find good resolutions than male supervisors. The results also showed that there was no significant difference between the gender of the next supervisor and job satisfaction. Job satisfaction was generally high amongst participants regardless of whether the next supervisor was male or female. No significant difference was identified with the gender of the next supervisor and work-life balance. Furthermore, there was no significant difference for the gender of the next supervisor and whether the communication with the next supervisor caused stress. According to the results of this study, female supervisors are perceived as superior to male supervisors when it comes to providing constructive guidance and criticism and also resolving workplace problems more often efficiently. Since most people spend the majority of their days at work, it is important that employees feel good at work. It is clear that well-being in the workplace is important for everyone and therefore it is important to nurture employees in the workplace as well as possible.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hefur kyn næsta yfirmanns áhrif á líðan undirmanna í starfi.pdf | 710,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |