is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33870

Titill: 
  • Íþróttaátröskun í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Átraskanir hafa færst í aukana síðustu áratugi og hafa í kjölfarið orðið þekktara málefni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að átraskanir hrjá fyrst og fremst ungar konur og eru algengari á meðal kvenfólks en karla. Átröskun meðal íþróttamanna nefnist íþróttaátröskun (e. Anorexia athletica). Íþróttamenn eru í áhættuhópi vegna átraskana og eru taldir líklegri til þess að þróa með sér átröskun en þeir sem ekki stunda íþróttir. Einnig eru afreksíþróttamenn líklegri til þess að þróa með sér átraskanir heldur en hinn hefðbundni íþróttamaður. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi íþróttaátröskunar meðal kvenna í úrvalsdeild í körfuknattleik á Íslandi. Ásamt því var kannað hvort leikmenn fyndu fyrir sérstakri pressu um að vera með grannt holdarfar, frá sjálfum sér eða öðrum í íþróttaumhverfinu, nánustu aðstandendum eða samfélagsmiðlum. Lögð var fyrir spurningarkönnun með 43 fjölvalsspurningum. Höfundur rannsóknar samdi 11 þeirra en 32 spurningar voru hinn staðlaði Eating Disorder Examination Questionnaire (EDE-Q). Heildarfjöldi þátttakenda var 34 konur á aldrinum 18 til 31 árs. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að algengi íþróttaátröskunar meðal kvenna í körfuknattleik á Íslandi er verulega lágt og undir klínískri marktekt. Heildarskor þáttakenda á EDE-Q kvarðanum var að meðaltali 1,09. Skor kvenna í körfuknattleik á EDE-Q voru borin saman við skor EDE-Q úr rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum íþróttakonum í handknattleik, fimleikum og ballett, og einnig átröskunarsjúklingum og háskólakonum. T-próf óháðra úrtaka var framkvæmt og niðurstöður leiddu í ljós að konur í körfuknattleik reyndust skora lægra á EDE-Q en aðrar íþróttakonur, átröskunarsjúklingar og háskólakonur. Niðurstöður rannsóknar sýndu einnig að þátttakendur fundu fyrir mikilli pressu frá sjálfum sér um að vera með grannt holdarfar, og einnig fundu þær fyrir mikill pressu frá samfélagsmiðlum um að vera með grannt holdarfar. Þátttakendur fundu ekki fyrir pressu frá liðsfélögum, þjálfara eða fjölskyldu og vinum um að vera með grannt holdarfar.
    Lykilhugtök: átröskun, íþróttaátröskun, pressa um grannt holdarfar, líkamslögun, líkamsþyngd

  • Útdráttur er á ensku

    Eating disorders (ED) have been increasing in the last few decades as well as they have subsequently become a more known matter. Researches on the matter have shown that ED primarily affects young woman and ED are more common among women than men. ED among athletes is called Anorexia athletica. Athletes are at a greater risk when it comes to ED and are
    considered to be more likely to develope an ED than non-athletes. Elite athletes are considered to be even more likely to develope ED than regular athletes. The main goal of this study was to examine the prevalence of anorexia athletica among female basketball players in the
    premiere league in Iceland. As well it was examined if the players felt like they were under a certain pressure of being thin from themselves, sports environment, relatives, friends or social media. Participants answered a questionnaire that contained 43 multi-choice questions, 11
    questions were made by the author of this current research and 32 questions were the Eating Disorder Examination Questionnaire (EDE-Q). The total number of participants were 34 women at the age of 18 to 31 years old. The results from this study showed that the prevalence
    of anorexia athletica among female basketball players is very low and not considered to be of clinical severity. The mean score on the EDE-Q global scale was 1,09. A comparison was made with other studies on female athletes in handball, gymnastics, ballett, as well ED patients and female colligate in Iceland. Independent sample T-test was made and the results showed that female basketball players scored lower on the EDE-Q then other female athletes, ED patients and female colligate. The results from this study also showed that the participants were under
    pressure of being thin from themselves and from social media. Participants did not experience pressure from teammates, coach or family and friends on being thin.
    Keywords: eating disorder, anorexia athletica, pressure of being thin, body shape, body weight

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba lokaverkefni klárt.pdf479.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna