Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33872
Snjalltæki eru orðin hluti af daglegu lífi margra, tölvuvæðing innan skólakerfisins er að færast í aukana með komu betri og nákvæmari tækja. Kostir snjalltækja eru margir, ef farið er rétt með þau. Snjalltækjanotkun barna og ungmenna fer ört vaxandi og eru tækin orðin að aðal samskiptaleið þeirra. Skólar reyna að fylgja tækniþróuninni en henni fylgja nokkur vandamál, aðallega hvað tækin eru dýr og vandmeðfarin. Því hafa börn og ungmenni verið að nota sín eigin tæki í skólum sem getur ýtt undir margskonar vandamál. Margir skólar eru því farnir að banna snjalltæki í persónulegri eigu nemenda, á skólatíma. Rökin sem skólakerfið byggir á eru meðal annars að tækin hafi áhrif á námsárangur, einbeitingu og heilbrigði barna og ungmenna. Markmið þessa verkefnis var að skoða hvað rannsóknir sýna um áhrif snjalltækja, hvort samhljómur sé á milli rannsókna sem og að skoða hver jákvæð og neikvæð áhrif tækjanna eru. Niðurstöðurnar voru þær að snjalltæki í eigu nemenda geti haft slæm áhrif á árangur þeirra í námi, einbeitingu við úrvinnslu verkefna sem og samskipti almennt. Snjalltæki virðast ýta undir þunglyndis- og kvíðaeinkenni og aukna kyrrsetu sem getur haft heilsufarsvandamál í för með sér. Einnig kom í ljós að í tengslum við samfélagsmiðla geta snjalltæki haft ávanabindandi áhrif. Auk þess getur mikill skjátími tengst inn á ýmis vandamál hjá einstaklingum. Áhrif af innleiðingu snjalltækja inn í skólakerfið eru þó ekki einungis slæm, margir kostir fylgja tækjunum og sérstaklega við kennslu. Þau geta virkað áhugahvetjandi fyrir nemendur sem og stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í námi. Einnig hefur notkun snjalltækja í námi verið tengd við aukinn námsárangur og betri einkunnir á stöðluðum prófum. Misræmi er þó á milli rannsókna og sýna sumar rannsóknir öfug áhrif. Vandamálið liggur þá helst í því hvernig umgengni við tækin er og hvað nemendur eru að gera í snjalltækjunum á meðan á kennslu stendur.
Lykilorð: Snjalltæki, snjallsímar, athygli, námsárangur, heilbrigði, börn, unglingar.
Smart devices have become a big part of many people’s life, computerization in the school system has become more common because of better and more accurate technology. There are many pros of the smart devices, if they are used in appropriate way. Smart device use among young children and adolescents is becoming more common and they are using the devices as their main way of communication with other people. Schools are trying to keep up with the curve, however a few problems arise, mainly concerning cost and usage scenarios of said devices. Therefore, children are using their own devices during school hours. This can lead to numerous problems, making some schools prohibiting personal smart device usage during school hours. The reasons for prohibiting these devices is because of factors like; reduced academic performance, lower concentration and lower general mental and physical health of children and young adolescents. The goal of this project was to examine what research tells us about the effects of smart devices, to see if there is any correlation between earlier researches and what the benefits and disadvantages of the smart devices are. The results indicated that personal smart devices can negatively affect academic performance, school related attention, and general communication. Smart devices can also increase the symptoms of depression and anxiety, moreover they increase sedentary behavior which can lead to health related problems. Earlier researches also showed connections between social media and addictive behavior. Also excessive screen time is correlated to various problems for individuals. The effects of incorporating smart devices into the school system are not only negative, these devices also have many positive sides which can help both students and teachers. Smart devices can motivate students and they become more active in learning materials. Furthermore, the usage of smart devices in the classroom has been linked to better academic achievement and higher grades on standardized tests. However, inconsistency between studies was found as some studies show opposite effects. It seems like the main problems lies with the students themselves, and how they use said devices during classroom hours.
Key words: Smart devices, smartphones, attention, academic performance, health, young children, adolescents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif snjalltækja:BAritgerð:lokaskil.pdf | 260.96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |